Leyfisveitingar frá júlí til nóvember 2008

Á tímabilinu 1. júlí til 1. nóvember voru gefin út 40 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Á tímabilinu 1. júlí til 1. nóvember voru gefin út 40 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/167 - Rósa Björk Barkardóttir yfirnáttúrufræðingur, fékk leyfi til flutnings lífssýna úr landi vegna rannsóknarinnar „Leit að fleiri erfðavísum tengdum brjóstakrabbameini“.

2008/476 - Ingunn Hansdóttir, sálfræðingur hjá SÁÁ, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Taugasálfræðilegt mat á hugrænni getu amfetamín sprautufíkla“.

2008/383 - Dr. Jakob Smári, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, dr. Heiðdís Valdimarsdóttir, dósent við Mount Sinai School of Medicine, NY, USA, Sjöfn Ágústsdóttir, doktorsnemi við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Guðmundur Vikar Einarsson, þvagfæralæknir á Landspítala og Guðrún Árnadóttir, sálfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif skriflegrar tjáningar á karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli á Íslandi“.

2008/427 - Jón Friðrik Sigurðsson, forstöðusálfræðingur geðsviðs LSH, Brynjar Emilsson, sálfræðingur geðsviðs LSH, Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir geðsviðs LSH og Gísli Baldursson, barna- og unglingageðlæknir geðsviðs LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur hugrænnar atferlismeðferðar í hóp fyrir fullorðna með ADHD og áhrif andfélagslegrar hegðunar á meðferðarárangur“.

2008/416 – Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á Landspítala Fossvogi, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Loftmengun og sjúkrahúsinnlagnir“.

2008/460 - Magnús Blöndahl Sighvatsson, sálfræðingur á LSH, Margrét Bárðardóttir, sálfræðingur á LSH og Borghildur Einarsdóttir, læknir á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Forathugun á árangri 3. (sic) mánaða dagmeðferðar“.

2008/440 - Arthur Löve, prófessor og yfirlæknir á veirufræðideild Landspítala, Hanna Lilja Guðjónsdóttir, líffræðingur á veirufræðideild Landspítala og Anders Widell, docent og yfirlæknir á Universitetssjukhuset MAS í Málmey, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Algengi parvoveiru 4 á Íslandi“.

2008/395 – Laufey Tryggvadóttir fékk viðbótarleyfi vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: „Nýgengi krabbameina/dánarmeina eftir starfi og menntun á Íslandi“.

2008/528 - Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, og Reynir Tómas Geirsson, prófessor/yfirlæknir, í HÍ og á Kvennasviði Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kostnaðarvirkni greining á uppsetningu eins eða tveggja fósturvísa frá fósturfærslu að burðarmálstíma“.

2008/551 - Sólveig Norðfjörð, sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vitsmunaþroski barna með þroskalömun - styrkleikar og veikleikar metnir með íslenskri stöðlun fjórðu útgáfu Greindarprófs Wechlers fyrir 6-16 ára“.

2008/540 – Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri, Már Kristjánsson, sviðsstjóri, og Unnur Valdimarsdóttir, forstöðumaður, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði sjúklinga sem koma á bráðamóttökur slysa- og bráðasviðs LSH“.

2008/371 - Þorbjörn Jónsson, læknir á Landspítala, Sverrir Harðarson, sérfræðingur í meinafræði, Magnús Böðvarsson, nýrnalæknir, og Ragnhildur Jóna Kolka, lífeindafræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl sykrunargalla á IgA sameindum sjúklinga með IgA nýrnamein við magn af mannósabindilektíni og komplementþætti C4 í blóði“.

2008/555 - Stefán Ólafsson, fékk heimild til miðlunar og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknarverkefnið: ,Könnun meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega 2008”.

2008/586 – Bárður Sigurgeirsson og Jón Þrándur Steinsson, sérfræðingar í húðsjúkdómum, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna verkefnis sem nefnt er: „Slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra rannsókn til að meta öryggi og verkun SCH 900340 5% lausnar samanborið við burðarefni lyfsins í staðbundinni meðferð við naglsveppum fremst undir tánöglum“.

2007/17 - Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands (KÍ), fékk leyfi til aðgangs að Krabbameinsskrá og lífsýnum úr lífsýnasöfnum auk flutnings lífsýna úr lífsýnasöfnum úr landi vegna hinnar samnorrænu rannsóknar „GARDASIL Vaccine Impact in Population (VIP study) – Áhrif hins nýja bóluefnis Gardasil á HPV tengdar sýkingar.“

2008/561 - Karl Andersen, dr. med hjartalæknir og dósent í lyflæknisfræði Háskóla Íslands, Halldóra Erlendsdóttir, rannsóknarfulltrúi Novartis, Axel F Sigurðsson, hjartalæknir hjá Hjartamiðstöð Íslands, Þórarinn Guðnason, hjartalæknir á Læknasetrinu, Davíð O Arnar, hjartalæknir á Læknasetrinu, Bolli Þórsson, innkirtla- og efnaskiptalæknir hjá Hjartavernd, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir hjá Hjartavernd, Hróbjartur Darri Karlsson, hjartalæknir hjá Hjartavernd, og Guðjón Karlsson, hjartalæknir hjá Hjartavernd,  fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tvíblind, fjölsetra, slembiröðuð, 8 vikna lyfjarannsókn hjá samhliða hópum til að leggja mat á verkun og öryggi samsetningar aliskiren/amlodipine (300/5 mg og 300/10 mg) samanborið við aliskiren 300 mg hjá sjúklingum með háþrýsting af óþekktri orsök sem ekki hafa nægjanlega meðferð með aliskiren 300 mg einu sér“.

2008/623 – Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild LSH, og Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á svæfingadeild LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun kælingar sem meðferð á gjörgæslu eftir súrefnisskort“.

2008/643 - Elías Ólafsson, prófessor og yfirlæknir á LSH, og Grétar Guðmundsson, taugalæknir á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nýgengi og algengi Multiple System Atrophy (MSA) á Íslandi“.

2008/498 - Gunnar Þór Gunnarsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Akureyri, og Uggi Agnarsson, læknir á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Íslenska ofvaxtarhjartavöðvakvilla verkefnið“.

2007/755 – Trausti Óskarsson, deildarlæknir á Barnaspítala Hringsins, Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, Jón R. Kristinsson, barnalæknir, Ólafur Gísli Jónsson, barnalæknir og Ásgeir Haraldsson, barnalæknir og prófessor, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði krabbameina hjá börnum á Íslandi 1981-2006“.

2008/62 -  Íslensk erfðagreining ehf.(ÍE), Kári Stefánsson forstjóri ÍE, Hilma Hólm og Daníel Guðbjartsson vísindamenn hjá ÍE, Davíð O. Arnar og Gestur Þorgeirsson yfirlæknar á Landspítala og Guðmundur Þorgeirsson sviðsstjóri á spítalanum fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna vísindarannsóknarinnar „Stuðla erfðabreytileikar að frávikum í útliti hjartalínurita?“.  

2008/211 - Íslensk erfðagreining ehf.(ÍE), Kári Stefánsson forstjóri ÍE, Kristján Steinsson, Ari Jóhannesson, Árni J. Geirsson, Björn Guðbjörnsson og Gerður Gröndal, sérfræðingar, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna „Rannsóknar á erfðum sjálfsofnæmissjúkdóma“ (e. Genetic susceptibility of autoimmune diseases).

2008/474 – Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Gunnar Sigurðsson læknir, Leifur Franzson og Ólafur Skúli Indriðason, læknar, fengu viðbótarleyfi til vinnslu persónuupplýsinga, vegna vísindarannsóknarinnar „Hlutur erfða í beinþéttni og beinþynningu“.

2008/461 – Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Unnur Steina Björnsdóttir, Davíð Gíslason og Þórarinn Gíslason, læknar, fengu viðbótarleyfi til vinnslu persónuupplýsinga, vegna vísindarannsóknarinnar „Erfðir astma og ofnæmis“.

2008/474 – Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE) og Guðmundur I. Eyjólfsson, yfirlæknir Rannsóknarstofunnar í Mjódd fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Leit að erfðaþáttum sem stuðla að frávikum ýmissa blóðgilda“. 

2007/522  Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Kári Stefánsson læknir og forstjóri ÍE og Bjarni Þjóðleifsson læknir, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna „Erfðarannsóknar á gallsteinum og tengslum við hjarta- og æðasjúkdóma“.

2008/569 – Þórarinn Gíslason yfirlæknir, Hanne Krage Carlssen, meistaranemi, Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, meistaranemi, Helga Zoega, verkefnastjóri v. lyfjagagnagrunns, Birgir Hrafnkelsson, prófessor, og Unnur Valdimarsdóttir, ,,associate“ prófessor, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsókn sem ber heitið ,,Heilsuáhrif loftmengunar í Reykjavík: Áhrif á astma- og hjartasjúklinga.“

2008/615 – Emil L. Sigurðsson, yfirlæknir á heilsugæslunni Sólvangi, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun sólarhringsblóðþrýstingsmælis í heilsugæslu“.

2008/647 – Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á Landspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Flýtibatameðferð eftir valkeisaraskurði á Kvennadeild Landspítala - Má fækka legudögum eftir valkeisaraskurði með flýtibatameðferð og heimaþjónustu ljósmóður, án þess að fjölga endurinnlögnum?“

2008/655 – Sigurður E. Þorvaldsson, skurðlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fríir flipar til endursköpunar brjósta eftir brottnám vegna krabbameins“.

2008/473 – Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur, og Jón Hjaltalín Ólafsson, sérfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembiröðuð, tvíblind, samhliða, fasa tvö rannsókn, til að meta öryggi og verkun fjögurra skammtastæða af Albaconazole til inntöku, samanborið við lyfleysu, hjá þátttakendum með naglsvepp fremst undir tánöglum“.

2008/701 Sigríður Ólína Haraldsdóttir, Þórarinn Gíslason, Björn Guðbjörnsson, Sveinn Guðmundsson og Jóhannes Björnsson, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Íslenska sarklíkisrannsóknin. Vefjaflokkun, sjúkdómsmynd, umhverfisþættir og ættartengsl“.

2008/705 – Ólafur Gísli Jónsson, Jón R. Kristinsson, Guðmundur K. Jónmundsson, Halldóra K. Þórarinsdóttir og Ásgeir Haraldsson, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „NOPHO – ALL 2008 á Íslandi“.   

2008/706 – Ingunn Hansdóttir, sálfræðingur, Jakob Smári, prófessor, og Anna Sigurðardóttir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Félagsleg staða íslenskra unglinga sem koma til áfengis- og vímuefnameðferðar á Vog: áhættuþættir og tengsl við meðferðarárangur“.

2008/690 – Dóra S. Júlíusdóttir, f.h. Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, fékk heimild til miðlunar upplýsinga til Katrínar Erlingsdóttur vegna rannsóknarinnar: „Hvað einkennir tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur um að líf og heilsa ófæddra barna sé í hættu?“

2008/708 – Þorvaldur Ingvarsson, læknir á FSA, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni liðhlaupa eftir gerviliðsaðgerðir í mjöðm framkvæmdar á FSA 1997-2007“.

2008/668 – Þorsteinn Gunnarsson, forstöðumaður hælissviðs, f.h. Útlendingastofnunar, fékk heimild til miðlunar persónuupplýsinga til Guðlaugar R. Jónsdóttur vegna rannsóknarinnar: „Hugtakið flóttamaður samkvæmt 2. tölulið A-liðar 1. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga um útlendinga, nr. 96/2002“.

2008/729 – Þóra Jenný Gunnarsdóttir, lektor, Lilja Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur,  fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: „Áhrif slökunarmeðferðar sem veitt er á LSH á líðan krabbameinssjúklinga“.

2008/624 – Halldór Jónsson, yfirlæknir á bæklunarskurðdeild Landspítala, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „LIA (Local Infiltrations Analgesia) verkjastilling við gerviliðaaðgerðir á hnjám“.

2008/743 – Þorvaldur Jónsson, skurðlæknir, Lárus Jónasson, meinafræðingur og Höskuldur Kristvinsson, skurðlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skurðaðgerðir á kalkkirtlum á Landspítala 2001-2008. Meinafræði og árangur“.





Var efnið hjálplegt? Nei