Leyfi veitt Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE) og samstarfslæknum

Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE) og samstarfslæknum hafa verið veitt leyfi til að afla upplýsinga úr sjúkraskrám í þágu 6 rannsókna.

Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE) og samstarfslæknum hafa verið veitt leyfi til að afla upplýsinga úr sjúkraskrám í þágu 6 rannsókna.

Um er að ræða sjúkraskrár fólks sem hefur tekið þátt í rannsóknum á vegum ÍE og hefur samþykkt að lífsýni og önnur gögn verði varðveitt og notuð í öðrum rannsóknum á vegum ÍE að fengnum tilskildum leyfum.

Persónuvernd veitti leyfin í framhaldi af ákvörðun hennar frá 22. september 2008. Leyfin eru bundin því skilyrði að upplýsingunum verði eytt að framangreindum sex rannsóknum loknum.




Var efnið hjálplegt? Nei