Leyfisveitingar í apríl 2008

Í aprílmánuði voru gefin út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í aprílmánuði voru gefin út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/289 - Ásta St. Thoroddsen, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Algengi og alvarleiki þrýstingssára á Landspítala, áhættumat og forvarnir, hjúkrunarþyngd og atvikaskráning“.

2008/301 - Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á LSH, og Þórður Þorkelsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vaxtarþættir og merki um skerðingu á súrefnisflutningi í naflastrengsblóði barna mæðra sem fæða stór börn“.

2008/260 - Sigurður Júlíusson, sérfræðingur háls-, nef- og eyrnadeildar LSH, Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar LSH, og Hannes Petersen, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembivalsrannsókn á kæfisvefnsjúklingum“.

2008/268 - Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir á sýkingarvarnadeild LSH, Hilmir Ásgeirsson, læknir á LSH, Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild LSH, Már Kristjánsson, sviðstjóri slysa- og bráðasviðs LSH, og Sigurður Heiðdal, sérfræðilæknir við Sjúkrahúsið á Akureyri, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði blóðsýkinga af völdum Staphylococcus aureus á Íslandi“.

2008/368 - Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, læknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Cushings sjúkdómur á Íslandi“.

2008/82 - Barnaverndarnefnd Reykjavíkur og Miðgarður fengu aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum og Chien Tai Shill, Ragnheiður E. Arnardóttir, Árdís Freyja Antonsdóttir og Sigríður Fanney Guðjónsdóttir fengu heimild til úrvinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á afbrotahegðun unglinga í Grafarvogi, 1998 og 2007“.

2008/14 - Anna Gunnarsdóttir, yfirlæknir á barnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, Ásgeir Haraldsson, prófessor og forstöðulæknir á Barnaspítala Hringsins, LSH, Ísleifur Ólafsson, sviðstjóri og yfirlæknir á LSH, og Kristleifur Kristjánsson, barnalæknir og framkvæmdastjóri ÍL, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Fjölskyldulægni og erfðafræðilegur grunnur Hirschsprung´s sjúkdóms á Íslandi“.

2008/130 – Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðilæknir, og Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítala,  fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hversu oft er meðferð við nýrnabilun á lokastigi (skilunarmeðferð) ekki beitt á Íslandi?“.

2008/313 - Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðferð fullorðinna með vaxtarhormóni á Íslandi“.

2008/323 - Sveinn Guðmundsson og Atli Dagbjartsson, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blóðflögufæð í nýburum vegna blóðflokkamisræmis móður og barns 1997-2006“.

2008/293 - Sævar Pétursson, tannlæknir, og Daði Hrafnkelsson, tannlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Dental implants placement 6 months after sinus floor elevation using lateral window technique: a retrospective analysis of 100 Straumann implants“.

2008/283 - Sigurbergur Kárason og Runólfur Pálsson, yfirlæknar fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Líffæragjafir og líffæraígræðslur á Íslandi 2003-2007“.

2008/331 – Þórarinn Guðnason, læknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á öllum kransæðaþræðingum og kransæðavíkkunum í tveimur löndum, Íslandi og Svíþjóð“.

2008/129 - Elínborg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum, Einar Stefánsson, yfirlæknir augndeildar og Atli Dagbjartsson, yfirlæknir vökudeildar LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Incidence of Retinopathy of prematurity in Iceland“.

2008/280 - Magnús Stefánsson, fyrrverandi yfirlæknir við barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræðileg athugun á sjúkdómum á sjúkrahúsinu J. Gudmanns Minde Akureyri síðar Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1908-2007“.

2008/167 - Rósa Björk Barkardóttir yfirnáttúrufræðingur hjá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði,  Óskar Þór Jóhannsson krabbameinslæknir og Bjarni A. Agnarsson, meinafræðingur, fengu leyfi til flutnings lífsýna úr landi vegan rannsóknar er ber yfirskriftina „Leit að fleiri erfðavísum tengdum brjóstakrabbameini“ .

2008/61 - Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Kári Stefánsson forstjóri ÍE, Hilma Hólm og Daníel Guðbjartsson, vísindamenn hjá ÍE, Davíð O. Arnar, yfirlæknir á Landspítala, Ragnar Daníelsson, hjartalæknir á Landspítala og Guðmundur Þorgeirsson, sviðsstjóri á Landspítala fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna vísindarannsóknarinnar „Kortlagning erfðabreytileika og gena sem tengjast ósæðarlokukölkun og ósæðarlokuþrengslum“.

2008/221 - Sigurbergur Kárason, yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif lágskammtamænudeyfingar á nauðsyn þess að setja þvaglegg“.

 

 

 




Var efnið hjálplegt? Nei