Leyfisveitingar í júlí 2007

Í júlímánuði voru gefin út 3 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í júlímánuði voru gefin út 3 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/459 - Hulda Hákonardóttir, Margrét Vala Kristjánsdóttir, Guðmundar Sigurðsson og Ragnhildur Helgadóttir fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga hjá Tryggingastofnun ríkisins, úrskurðarnefnd almannatrygginga.og hjá úrskurðarnefnd félagsþjónustu vegnarannsóknar sem ber yfirskriftina „Almannatryggingar: Hlutverk þeirra og samspil við önnur bótaúrræði“.

2007/452 - María Ragnarsdóttir, rannsóknasjúkraþjálfari á Landspítala (LSH) fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif innöndunarþjálfunar á öndunarhreyfingar og lungnarúmmál eftir hjartaskurðaðgerðir“.

2007/233 - Þóra Steingrímsdóttir, yfirlæknir á miðstöð mæðraverndar á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Pelvic floor muscle strength before and after first childbirth (and womens perception of quality of the contraction)“.




Var efnið hjálplegt? Nei