Leyfisveitingar í apríl 2007

Í aprílmánuði 2007 voru gefin út 13 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni

Í aprílmánuði 2007 voru gefin út 13 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni

2007/224 - Eiríkur Örn Arnarson, forstöðusálfræðingur á endurhæfingarsviði Sálfræðiþjónustu landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH), fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber heitið: „Tengsl sálfélagslegra breyta, langtíma blóðsykursgildis og meðferðarheldni hjá fólki á aldrinum 20-30 ára með sykursýki af tegund 1".

2007/257 - Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Finnbogi Jakobsson og Hilmir Ásgeirsson fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga sem tengist framkvæmd vísindarannsóknar þar sem unnið er með erfðaefni manns vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á dystoniusjúkdómum á Íslandi. Faraldsfræðileg rannsókn og rannsókn á hugsanlegum erfðamörkum dystoniu hérlendis".

2006/523 - Þóra Björk Bjarnadóttir og Þjóðskrá fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga úr þjóðskrá um þá sem misst hafa maka sinn vegna rannsóknar á einkennum áfallaröskunar og annarra sálfræðilegra erfiðleika hjá öldruðum eftir að hafa misst maka sinn innan 8 vikna.

2007/184 - Jón Jóhannes Jónsson, dósent og yfirlæknir, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga sem tengist framkvæmd vísindarannsóknar þar sem unnið er með erfðaefni manns vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Breytingar í fjölda erfðaefnisraða í erfðamengi mannsins greindar með örsýnaraðsöfnum".

2007/308 - Hrefna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum og nýrnalækningum, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn til að meta lyfjahvörf og lyfhrif rannsóknarlyfsins DG-041 á storkunarferli í heilbrigðum einstaklingum með því að mæla pVASP".

2007/318 - Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir, fékk heimild til aðgangs að upplýsingum í dánarmeinaskrá vegna rannsóknarinnar „Áverkadauði Íslendinga 1996–2005".

2007/323 - Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Næmi „diffusion weighted" segulómun á lifrarlesionir samanborið við eldri aðferðir."

2007/320 - Rannsóknarstofa í næringarfræði við HÍ og LSH, fékk heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Joðhagur þungaðra kvenna og unglingsstúlkna á Íslandi".

2007/349 - Páll E. Ingvarsson og Raymond P. Onders, fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna þátttöku tveggja íslenskra sjúklinga í rannsókninni „Electrical Activation of the Diaphragm for Ventilatory Assist."

2007/238 - Þorbjörn Jónsson, Leifur Þorsteinsson og Sveinn Guðmundsson fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga sem tengist framkvæmd vísindarannsóknar þar sem unnið er með erfðaefni manns vegna rannsóknar sem ber heitið: „Söfnun og vinnsla á stofnfrumum ætluðum til stuðnings eftir háskammtalyfjameðferð sjúklinga með eitlakrabbamein og mergfrumuæxli."

2007/208 - Sigrún Reykdal, læknir á blóðlækninga- og blóðmeinafræðideild landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH), og Krabbameinsfélag Íslands fengu heimild aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga úr Krabbameinsskrá vegna rannsóknar sem ber heitið: „Árangur meðferðar bráða eitilfrumuhvítblæðis (ALL) hjá fullorðnum á Íslandi 1987 - 2007".

2007/276 - Sigrún Garðarsdóttir, Sigrún Knútsdóttir og Marta Kjartansdóttir fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber heitið: „Könnun á gagnsemi reglulegs mænuskaðaeftirlits á LSH fyrir mænuskaðaða einstaklinga á Íslandi".

2007/302 - Elías Ólafsson og Ágús Hilmarsson fengu heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber heitið: „Afdrif sjúklinga með tímabundna heilablóðþurrð (TIA) sem leituðu á LSH á fjögurra ára tímabili 1998-2001".




Var efnið hjálplegt? Nei