Leyfisveitingar í nóvembermánuði 2006

Í nóvembermánuði 2006 voru gefin út 10 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir

Í nóvembermánuði 2006 voru gefin út 10 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir

2006/532 - Andrés Sigvaldason fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tvíblind samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta verkun (með því að mæla fráblástur eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og öryggi 5 mg skammta af RO3300074 gefið daglega í 2 ár samhliða kjörlyfjameðferð við lungnateppu hjá þátttakendum með meðalslæma eða slæma reykingatengda langvarandi lungnateppu ásamt lungnaþembu".

2006/572 - Helga Ögmundsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Arthur Löve og Reynir T. Geirsson fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga og aðgangs að sjúkraskrám og lífsýnasafni vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Orsakir hvítblæðis og skyldra sjúkdóma í börnum."

2006/619 - Óskar Þór Jóhannsson fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Opin rannsókn með auknu aðgengi að lapatíníbi sem gefið er ásamt capecítabíni sjúklingum með brjóstakrabbamein með yfirtjáningu á ErbB2 sem er staðbundið langt gengið eða með meinvörpum".

2006/660 - Hafdís Skúladóttir og Marta Kjartansdóttir fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mænuskaðaeftirlitið á Grensási: ávinningur á milli ára tengt þrýstingsárum og þvagfærasýkingum hjá mænusköðuðum einstaklingum."

2006/680 - Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á lífsgæðum geðfatlaðra sem búa á vernduðum heimilum".

2006/672 - Finnbogi Jakobsson, Elías Ólafsson og Albert Páll Sigurðsson fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blóðsegaleysandi meðferð við bráðri heilablóðþurrð á Íslandi."

2006/651 - Albert Páll Sigurðsson, Aron Björnsson og Kolbrún Benediktsdóttir fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Ábendingar og árangur skurðaðgerða við heilavefsblæðingum. Tíu ára aftursæ rannsókn á Landspítala-háskólasjúkrahúsi".

2006/681 - Guðrún Friðriksdóttir fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Geislaálag á skjaldkirtil og notkun blývarna við tölvusneiðmynd af heila."

2006/654 - Ólafur Baldursson fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Úttekt á einkennum og sjúkdómsmynd sjúklinga með slímseigjusjúkdóm (e. cystic fibrosis) á Íslandi og samanburður við sambærilega sjúklingahópa í öðrum Evrópulöndum".

2006/579 - Sigurður Heiðdal, Shree Datye og Vigfús Þorsteinsson fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Eru blóðræktanir gagnlegar við greiningu og meðferð sýkinga".

 




Var efnið hjálplegt? Nei