Leyfisveitingar í októbermánuði 2006

Í októbermánuði 2006 voru gefin út 7 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir.

Í októbermánuði 2006 voru gefin út 7 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir.

2006/515 - Hörður Björnsson, heimilislæknir á Heilsugæslustöðinni Hvammi, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sjúklingar með sykursýki tegund 2 í Heilsugæslu Kópavogs - áhrif sykursýkismóttöku og sykursýkisblaðs á árangur meðferðar og eftirlits".

2006/493 - Bárður Sigurgeirsson, Jón Hjaltalín Ólafsson og Jón Þrándur Steinsson, sérfræðingar í húðsjúkdómum, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna „Fasa III rannsóknar til að meta verkun abafungin-krems á sveppasýkingu hjá sjúklingum með fótsvepp."

2006/547 - Freyr Gauti Sigmundsson, deildarlæknir á FSA, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slit á sin tvíhöfðavöðva í upphandlegg - árangur meðferðar a.m. Boyd - Anderson á FSA 1986-2006".

2006/575 - Þorvaldur Ingvarsson, bæklunarlæknir á FSA, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Liðhlaup í kjölfar gerviliðaaðgerðar á mjöðm á FSA 1985-2005".

2006/546 - Tryggvi Sigurðsson, sviðstjóri fagsviðs þroskahamlana hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Þroskaferill íslenskra barna með Downs heilkenni".

2006/508 - Ásgerður Sverrisdóttir, sérfræðingur í krabbameinslækningum á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „An open randomized phase III trial of six cycles of docetaxel versus surveillance after radical prostatectomy in high grade prostate cancer patients with margin positive pT2 or pT3 tumors AdPro".

2006/570 - Páll Helgi Möller, yfirlæknir á skurðlækningadeild LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur af ísetningu lyfjabrunna á LSH á árunum 2002-2007".

 

Auk þess fengu Samband íslenskra sparisjóða, Landsbankinn, Glitnir banki og KB banki bráðabirgðaleyfi til að annast söfnun upplýsinga í svokallaða „lokanaskrá".





Var efnið hjálplegt? Nei