Veitt leyfi og tilkynningar í desember 2013 og janúar 2014

Í desember 2013 og janúar 2014 voru samtals veitt 31 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 103 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

2013/1594 - Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á slysa- og bráðasviði Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni og orsakir rákvöðvalýsu greininga á LSH árin 2001-2012“.

2013/1586 – Þórði Þorkelssyni, yfirlækni á vökudeild Barnaspítala Hringsins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Skemmdir í hvíta efni heila fyrirbura - tíðni, helstu áhættuþættir og afleiðingar“.

2013/1578 – Sigurveigu Pétursdóttur, bæklunarskurðlækni á Landspítala, og Halldóri Jónssyni, bæklunarskurðlækni á Landspítala, dags. 13. desember 2013, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Nýgengi vaxtarlínuskriðs í mjöðm á Íslandi frá 2008 til 2014“.

2013/1571 – Gísla Heimi Sigurðssyni, yfirlækni á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, Sigurbergi Kárasyni, yfirlækni á Landspítala, Aðalsteini Hjörleifssyni, læknanema við HÍ, og Arnari Frey Óskarssyni, læknanema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Bráðir verkir og ógleði eftir svæfingu og skurðaðgerðir á Landspítala“.

2013/1565 - Gísla Heimi Sigurðssyni, yfirlækni á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, Páli H. Möller, yfirlækni á Landspítala, Ásdísi Egilsdóttur, deildarlækni á Landspítala, og Elvu Dögg Brynjarsdóttur, læknanema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Afdrif sjúklinga eftir kviðarholsskurðaðgerðir á LSH. Framsýn klínísk rannsókn“.

2013/1552 – Evaldi Sæmundsen, sviðsstjóra rannsókna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Er seinkun í greiningu einhverfu hjá börnum innflytjenda á Íslandi? - Frumrannsókn“.

2013/1471 – Elfu Þöll Grétarsdóttur, hjúkrunarfræðingi á Landspítala háskólasjúkrahúsi Landakoti, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Forprófun á matstækinu Pain assessment in advanced dementia (PAINAD) til að meta verki hjá einstaklingum sem eiga erfitt með að tjá sig um verki“.

2013/1442   Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE), og Óskari Þór Jóhannessyni lækni, auk fleiri lækna, var veitt endurútgefið leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu „Rannsóknar á erfðum geislanæmis og brjóstakrabbameins“. 2013/1411 – Íslenskri erfðagreiningu og Þorvaldi Jónssyni ásamt Embætti landlæknis og Krabbameinsskrá var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga, samkeyrslu og miðlunar í þágu íslenska krabbameinsverkefnisins (ÍKV).

2013/1389 - Kristínu Huld Haraldsdóttur, skurðlækni á Landspítala, Mörtu Rós Berndsen, deildarlækni á Landspítala, Sigurði Blöndal, sérfræðilækni á Landspítala og Guðjóni Birgissyni, yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám, sem og aðgangs að Krabbameinsskrá, vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur bris- og skeifugarnar brottnáms og hlutabrottnáms á brisi á LSH 2003-2012“.

2013/1372 – Karli Erlingi Oddasyni, deildarlækni á skurðsviði Landspítala, Baldvini Þ. Kristjánssyni, þvagfæraskurðlækni á Landspítala og Garðari Mýrdal, eðlisfræðingi á Landspítala var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Innri geislameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi“.

2013/1347 – Ástu Steinunni Thoroddsen, prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ, og Guðnýju Einarsdóttur, hjúkrunarfræðingi og meistaranema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lýsandi rannsókn á algengi sára, sárameðferð og kostnaði sárameðferðar“.

2013/1292 – Ástu Thoroddsen, prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ, Aðalbjörgu Sigurjónsdóttur, nemanda í hjúkrunarfræði við HÍ, og Láru Guðríði Guðgeirsdóttur, nemanda í hjúkrunarfræði við HÍ, um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Verkir og húðvandamál hjá Íslendingum sem misstu fót/fætur á árunum 2000-2013“.

2013/1291 – Birni Guðbjörnssyni, sérfræðingi á LSH og prófessor, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Meðferðarárangur líftæknilyfja í flokki TNF-a hemla (adalimumab, etanercept, infliximab) við iktsýki (Rheumatoid Arthritis=RA) og sóragigt (Psoriatic Arthritis=PsA) með sérstöku tilliti til stuðningsmeðferðar með methotrexate (MTX), ásamt samanburði á meðferðarheldni þessara sjúklingahópa og athugun á ástæðu fyrir stöðvun meðferðar“.

2013/1226 – Dagmar Kr. Hannesdóttur sálfræðingi, var veitt heimild til aðgangs að sjúkraskrá í þágu rannsóknarinnar „Tengsl milli svefnvanda og óværðar á fyrstu æviárum við ADHD í bernsku“.  

2013/1209 – Jónu Benný Kristjánsdóttur var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Tryggir íslensk löggjöf um sjúklingatryggingu jafnræði fyrir sjúklinga sem lenda í áföllum í tengslum við læknismeðferðir“.

2013/1163 - Bárði Sigurgeirssyni, lækni á Húðlæknastöðinni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinar „Samanburður á sveppadrepandi virkni 5% Loceryl lyfjalakks a neglur, þegar það er notað eitt og sér eða samhliða snyrtivörunaglalakki til meðferðar við naglasvepp fremst undir tánöglum“.

2013/1145 – Óttari Ármannssyni, heilsugæslulæknis, var veitt heimild til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Meðferð og afdrif sjúklinga með bráða kransæðastíflu í Egilsstaðalæknishéraði á árunum 2008–2013“.

2013/1071 – Viðari Erni Eðvarðssyni, sérfræðingi í nýrnalækningum barna á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Klínísk rannsókn á lyfjameðferð sjúklinga með APRT-skort: Ný aðferð til mælinga á 2,8-dihydroxýadeníni og annarra lykilpúrína í þvagi“.

2013/1025 – Ragnari Danielsen, sérfræðingi í almennum lyflækningum og hjartalækningum, og Ingibjörgu J. Guðmundsdóttur, sérfræðingi í hjartalækningum, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Slembaðrar, fjölsetra samanburðarrannsóknar við lyfleysu með samhliða hópum til að ákvarða áhrif meðferðar með AMG 145 á sjúkdómsbyrði vegna kransæðakölkunar sem mæld er með ómun hjá sjúklingum sem gangast undir hjartaþræðingu“.

2013/987 – Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á Landspítala og Sigríði Sigurgísladóttur, læknanema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Munur á áhættu við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja og hjartamagnyls hjá mismunandi aldurshópum“.

2013/951 – Vigdísi Pétursdóttur, lækni og sérfræðing í meinafræði á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Risafrumuæðabólga (GCA) og varicella zoster virus (VZV)“.

2013/923 – Freydísi Aðalsteinsdóttur, meistaranema í félagsráðgjöf við HÍ, Freydísi Jónu Freysteinsdóttur, dósent við félagsráðgjafardeild HÍ og Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Fósturbörn og afbrot“.

2013/918 – Braga Guðbrandssyni, f.h. Barnaverndarstofu, og Soffíu Elínu Sigurðardóttur, doktorsnema í sálfræði við Háskóla Íslands, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Fósturbörn á Íslandi“.

2013/900 – Rósu Björk Barkardóttur var veitt leyfi til  flutnings lífsýna til Englands vegna rannsóknarinnar „Leit að fleiri erfðavísum tengdum brjóstakrabbameini“.

2013/866 – Þjóðskjalasafni Íslands og Auði Þóru Björgúlfsdóttur var veitt heimild til vinnslu  skjala úr utanríkisráðuneytinu frá árabilinu 1940–1946 um íslenska fanga í vörslu breskra stjórnvalda í síðari heimstyrjöld í þágu lokaritgerðar hennar í sagnfræði .

2013/857 – Íslenskri erfðagreiningu ásamt Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Rannsóknastofunni í Mjódd var veitt heimild til aðgangs að sjúkraskrám og miðlunar í þágu rannsóknarinnar „Leit að erfðaþáttum sem stuðla að frávikum ýmissa blóðgilda“.

2013/722 – Gunnari Þóri Gunnarssyni, sérfræðingi í lyflækningum og hjartasjúkdómum, Runólfi Pálssyni, sérfræðingi í lyflækningum og nýrnasjúkdómum og Berglindi Aðalsteinsdóttur, deildarlækni lyflækningasviðs á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Arfgerð og svipgerð sjúklinga með Fabry-sjúkdóm á Íslandi“.

2013/684 – Landlæknisembættinu var veitt heimild til afhendingar upplýsinga úr lyfjagagnagrunni í þágu rannsóknarinnar „Rannsóknar á erfðum fullorðinssykursýki“.

2013/680 – Hjartavernd var veitt leyfi til flutnings lífsýna til Þýskalands  vegna Áhættuþáttakönnunar Hjartaverndar.

2013/679 – Hjartavernd var veitt leyfi til flutnings lífsýna til Þýskalands vegna öldrunarrannsóknar Hjartaverndar.

2012/1242 - Rósu Björk Barkadóttur var veitt leyfi til aðgangs að lífsýnum frá lífsýnasafni Hjartaverndar, í þágu rannsóknarinnar „Leit að erfðavísum tengdum brjóstakrabbameini“.

 



Var efnið hjálplegt? Nei