Leyfisveitingar í apríl og maí 2011

Í apríl og maí voru gefin út  alls 14 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í apríl og maí voru gefin út alls 14 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Apríl

2011/455 - Agnesi Hilmarsdóttur og Ástu Þorgilsdóttur, nemendum í tannsmíði við Háskóla Íslands var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga úr sjúkraskrá Tannlæknadeildar Háskóla Íslands yfir nöfn þeirra sjúklinga sem gengist hafa undir heilgómsmíði á tannlæknadeild vegna rannsóknarinnar „Lokaverkefni í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands“ .

2011/454 – Magnúsi Haraldssyni, sérfræðilækni og dósent, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Áhrif breytileika í líkindum á staðsetningu sjónáreita á frammistöðu á stökkhreyfiprófi augna hjá einstaklingum með geðklofa og heilbrigðum einstaklingum“

2011/407 - Svandísi Írisi Hálfdánardóttur, sérfræðingi í hjúkrun á líknardeild Landspítala í Kópavogi, Guðlaugu Helgu Ásgeirdóttur, presti á líknardeild, Elísabetu Pétursdóttur, sjúkraliða á líknardeild, Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur, hjúkrunarfræðingi í heimahlynningu, Gunnlaugu Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Hreiðarsdóttur og Ólöfu S. Arngrímsdóttur, hjúkrunarfræðingum á líknardeild var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Innleiðing á áhættumati fyrir aðstandendur á líknardeild í Kópavogi og í heimahlynningu og möguleg úrræði“.

2011/406 – Vilhjálmi Rafnssyni, prófessor við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til öflunar upplýsinga úr Krabbameinsskrá og samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Röðulslysið, afdrif áhafnar“.

2011/374 - Elfu Björt Hreinsdóttur, sálfræðingi í átröskunarteymi LSH, Ingunni Hansdóttur, lektor við Háskóla Íslands og sálfræðingi hjá SÁÁ og Sólveigu Maríu Ólafsdóttur, Cand.Psych nema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Eating Disorder Evaluation Questionaire (EDE-Q) og Clinical Impairment Assesment (CIA)“.

2011/331 - Jóni Friðriki Sigurðssyni, prófessor og yfirsálfræðing og Baldri Heiðari Sigurðssyni, sálfræðing við fullorðinsgeðsvið Landspítalans, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Greining einhverfurófsraskana á fullorðinsárum: afturvirk athugun á greiningarsögu nokkra einstaklinga sem greinst hafa með röskun á einhverfurófi eftir 18 ára aldur.“

2011/289 - Pétri Lúðvígssyni, barnalækni var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Beinkröm hjá barni“.

2011/283 - Sigrúnu Reykdal, lækni, Þórunni Sævardóttur, ígræðsluhjúkrunarfræðingi á LSH, Leifi Þorsteinssyni, líffræðingi á LSH og Helgu Valgerði Ísaksdóttur, nemanda við læknadeild Háskóla Íslands, dags. 23. febrúar 2011, um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eigin stofnfrumuígræðsla (autologous transplant) á LSH. Úttekt á árangri meðferðar 2004-2010“.

 

Maí

2011/478 – Bárði Sigurgeirssyni, Birki Sveinssyni, Jóni Hjaltalín Ólafssyni, Jóni Þrándi Steinssyni og Steingrími Davíðssyni, sérfræðinga í húðsjúkdómum, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu „Fjölsetra, slembiraðaðrar, tvíblindrar samanburðarrannsóknar við tvær lyfleysur, til að sýna fram á virkni 12 vikna meðferðar með secukinumab gefið undir húð borið saman við lyfleysu og Etanercept og til að meta öryggi, þol og langtíma virkni í allt að 1 ár hjá þátttakendum með meðalsvæsinn til alvarlegan langvinnan skellupsóríasis“

2011/469 – Bárði Sigurgeirssyni, Birki Sveinssyni, Jóni Hjaltalín Ólafssyni, Jóni Þrándi Steinssyni og Steingrími Davíðssyni, sérfræðinga í húðsjúkdómum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu „Fjölsetra, slembiraðaðrar, tvíblindrar samanburðarrannsóknar við lyfleysu, til að sýna fram á virkni 12 vikna meðferðar með secukinumab gefið undir húð og til að meta öryggi, þol og langtíma virkni í allt að 1 ár hjá þátttakendum með meðalsvæsinn til alvarlegan langvinnan skellupsóríasis“.

2011/453 - Ingibjörgu Hilmarsdóttur, sérfræðilækni á sýklafræðideild LSH og Önnu Þórisdóttur, sérfræðiækni á smitsjúkdómadeild LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ífarandi myglusveppasýkingar á Íslandi á tímabilinu 1999-2012“.

2011/426 - Halldóru Valgerði Steinsdóttur og Írisi C. Lárusdóttur, B.A.-nema í sagnfræði við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Þjóðskjalasafni Íslands vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samskipti íslenskra kvenna við erlenda hermenn á heimsstyrjaldarárunum 1940-1942 - B.A.-ritgerð í sagnfræði“.

2011/360 - Vilmundi Guðnasyni, forstöðulækni Hjartaverndar, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu í þágu „Rannsóknar á afkomendum þátttakenda í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar: Rannsókn á erfðaorsökum og forstigseinkennum algengra sjúkdóma í afkomendum eldra fólks.“

2011/208 - Viðbótarleyfi var gefið út til handa Landlæknisembættinu til samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga úr lyfjagagnagrunni í þágu rannsóknarinnar „Langvinnur nýrnasjúkdómur af völdum litíum á Íslandi“





Var efnið hjálplegt? Nei