Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga

  • Kvörtun verður að vera skrifleg og undirrituð
  • Kvörtun verður að beinast að tilgreindum aðila
  • Þú getur ekki kvartað yfir meðferð upplýsinga um aðra einstaklinga nema hafa frá þeim skriflegt, undirritað og dagsett umboð.
  • Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum. Ef þú ert ósátt/ur við meðferð upplýsinga um þig getur þú lagt fram kvörtun til Persónuverndar.
  • Ekki er hægt að leggja fram nafnlausar kvartanir eða biðja um að njóta nafnleyndar gagnvart þeim sem kvartað er yfir. Sá sem kvartað er yfir hefur rétt til aðgangs að gögnum málsins.
  • Kvörtunin verður að vera rökstudd. T.d. er ekki nóg að kvarta yfir rafrænni vöktun, heldur verður þú að segja hvernig þú telur hana brjóta í bága við réttindi þín.
  • Ef sami ágreiningur er til meðferðar hjá dómstólum eða öðrum stjórnvöldum verður mál ekki afgreitt á sama tíma hjá Persónuvernd.
  • Persónuvernd dæmir fólk ekki til refsingar og leysir ekki úr skaðabótakröfum. Slíkt heyrir undir dómstóla.
  • Persónuvernd er sjálfstæður og óvilhallur úrskurðaraðili. Engin afstaða er tekin með eða á móti kvörtun fyrr en úrskurður er kveðinn upp.


Eyðublað fyrir kvörtun er að finna hér.Þetta vefsvæði byggir á Eplica