Almennt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga

Athugið að Persónuvernd veitir ekki lengur leyfi til aðgangs að sjúkraskrám, heldur er það í höndum Vísindasiðanefndar/siðanefndar. Persónuvernd fær hins vegar sent yfirlit yfir allar umsóknir sem berast Vísindasiðanefnd.

Persónuvernd tekur einnig fram að afgreiðsla umsókna tekur að minnsta kosti 6 vikur frá því að umsókn telst vera tilbúin, þ.e. þegar öll fylgigögn hafa borist. Er rannsakendum því bent á að skila inn umsókn sinni tímanlega.

Þegar ekki liggur fyrir upplýst samþykki eða lagaheimild þarf að sækja um leyfi fyrir:

  • Samkeyrslu (1) skráar sem hefur að geyma viðkvæmar Persónuupplýsingar við (2) aðra skrá, hvort sem sú skrá hefur að geyma almennar eða viðkvæmar persónuupplýsingar nema (3) samkeyrslan byggi á fyrirmælum laga eða (4) ef samkeyrðar eru skrár sama ábyrgðaraðila, eða (5) ef einvörðungu eru samkeyrðar upplýsingar um nafn, kennitölu, fyrirtækjanúmer, heimilisfang, aðsetur og póstnúmer.
  • Vinnslu persónuupplýsinga um refsiverðan verknað manns og sakaferil, upplýsingar um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, kynlíf og kynhegðan nema vinnslan sé nauðsynlegur og eðlilegur þáttur í starfsemi viðkomandi aðila. Það athugast að vinnsla slíkra upplýsinga telst aðeins í þröngum undantekningartilvikum vera nauðsynlegur og eðlilegur þáttur í starfsemi einkaaðila.
  • Vinnslu persónuupplýsinga um félagsleg vandamál manna eða önnur einkalífsatriði, s.s. hjónaskilnaði, samvistarslit, ættleiðingar og fóstursamninganema vinnslan sé nauðsynlegur og eðlilegur þáttur í starfsemi viðkomandi aðila.
  • Söfnun persónuupplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga í þeim tilgangi að miðla þeim til annarra.
  • Vinnsla persónuupplýsinga sem felur í sér að nafn manns er fært á skrá eftir fyrirfram ákveðnum viðmiðum og upplýsingunum miðlað til þriðja aðila í því skyni að neita manninum um tiltekna fyrirgreiðslu eða þjónustu.
  • Miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga í þágu vísindarannsóknar, enda standi ábyrgðaraðili þeirra upplýsinga sem miðlað er ekki að framkvæmd rannsóknarinnar.

Almenna leyfisumsókn til vinnslu persónupplýsinga má finna hér.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica