Umsóknir og eyðublöð

Hér að neðan er að finna ýmis eyðublöð. Til dæmis fyrir leyfisumsóknir og til að koma kvörtun á framfæri við Persónuvernd. Hér er einnig form fyrir þagnarheit læknanema eða aðra sem ekki teljast til löggiltra heilbrigðisstétta. Loks er hér eyðublað sem nota má til að tilkynna um vinnslu persónupplýsinga.

Sum eyðublöðin eru á Word formi. Þau skal dagsetja, undirrita og senda til Persónuverndar, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík. Hraða má afgreiðslu með því að senda hið útfyllta eyðublað með tölvupósti, en vinsamlegast athugið að þá verður einnig að senda undirritað eyðublað í bréfpósti. Það má senda á netfang Persónuverndar postur [hjá] personuvernd.is

Persónuvernd tekur einnig fram að vegna mikilla anna hjá stofnuninni og manneklu tekur afgreiðsla umsókna um leyfi til vinnslu persónuupplýsinga a.m.k. 6 vikur frá því að umsókn telst vera tilbúin, þ.e. þegar öll fylgigögn hafa borist. Er rannsakendum því bent á að skila inn umsókn sinni tímanlega.

Ef þú vilt senda inn fyrirspurn til stofnunarinnar er þér bent á að hafa samband í gegnum fyrirspurnarkerfi stofnunarinnar sem finna má hér.

Persónuvernd minnir rannsakendur á að þann 1. janúar 2015 verður aðgangur að sjúkraskrám ekki lengur leyfisskyldur sérstaklega hjá Persónuvernd, heldur Vísindasiðanefnd. Persónuvernd mun þess í stað fá yfirlit yfir umsóknir sem berast Vísindasiðanefnd. Í kjölfarið mun Persónuvernd meta hvort tilefni sé til þess að taka einstakar umsóknir til nánari skoðunar.  Af þessum ástæðum vill Persónuvernd leiðbeina rannsakendum að snúa sér til Vísindasiðanefndar frá og með 1. janúar 2015, hyggist þeir óska aðgangs að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Starfsmenn Persónuverndar munu veita nánari upplýsingar í gegnum síma óski rannsakendur frekari upplýsinga.

Þá bendir Persónuvernd á að ákveðnar tegundir vinnslu eru enn leyfisskyldar hjá stofnuninni til samræmis við 4. gr. reglna nr. 712/2008. Hin nýju lög taka einungis til aðgangs að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði.


I. Almenn leyfisumsókn.
Eyðublað fyrir umsókn um leyfi til nota persónuupplýsingar, sbr. VI. kafla laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.


II. Eyðublað fyrir kvörtun.

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála og ítrekana á kvörtunum sem Persónuvernd bendirl stofnunin á að verkefnastaða hjá Persónuvernd hefur verið erfið um langt skeið, enda hefur stofnunin glímt við alvarlega undirmönnun í mörg ár. Á sama tíma hafa verkefni stofnunarinnar þrefaldast.

Á meðan Persónuvernd er undirmönnuð eru tafir á málsmeðferð og svörum til málsaðila óhjákvæmilegar. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði áfram á afgreiðslu flestra mála.

III. Eyðublað fyrir trúnaðaryfirlýsingu (þagnarheit).

IV. Eyðublað fyrir tilkynningu um vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 32. gr. laga nr. 77/2000.

V. Drög að vinnslusamningi milli ábyrgðaraðila og vinnsluaðila í samræmi við 13. gr. laga nr. 77/2000.

VI. Eyðublað fyrir tilkynningu um öryggisbrest.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica