Leiðbeiningar til ábyrgðaraðila

Persónuvernd leiðbeinir þeim sem ráðgera að vinna með persónuupplýsingar, eða þróa kerfi fyrir slíka vinnslu, um persónuvernd, þar á meðal með því að aðstoða við gerð starfs og siðareglna fyrir einstaka hópa og starfsstéttir.

Þegar starfsstéttir semja reglur um vinnslu persónuupplýsinga á sínu sviði geta þær óskað eftir leiðsögn frá Persónuvernd. Slíkar reglur eru til stuðnings við þær opinberu reglur sem settar eru á grundvelli laga um persónuvernd. Hvatt er til þess að slíkar reglur verði samdar, en það er þó ekki skylt nema slíkt sésérstaklega tekið fram, og æskilegt er að óska eftir leiðsögn frá Persónuvernd til að tryggja að reglurnar fái samræmst settum lögum og reglum og ólögfestum persónuverndarsjónarmiðum.

Það athugast þó að athugasemdir Persónuverndar hafa einungis leiðsagnargildi.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica