Skilgreining og afmörkun þess hvar persónuvernd er hætta búin

Persónuvernd skilgreinir og afmarkar hvar persónuvernd er hætta búin og veitir ráð um leiðir til lausnar.

Þegar ný tækni ryður sér til rúms bendir Persónuvernd t.d. á þá hættu sem kann að fylgja notkun hennar fyrir friðhelgi einkalífs og vænlegar leiðir til að unnt sé að nýta hana án þess að gengið sé á réttindi annarra. Þetta getur átt við um notkun hvers kyns tölvu- og tæknibúnaðar sem nota má til að fylgjast með lífi og ferðum fólks, s.s. eftirlitsmyndavélar, örmerkjatækni, hnattrænan staðsetningarbúnað o.s.frv.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica