Almenn þróun á sviði persónuupplýsingaverndar

Persónuvernd fylgist með almennri þróun á sviði persónuupplýsingaverndar á innlendum og erlendum vettvangi og hefur yfirsýn yfir og kynnir helstu álitaefni er tengjast vinnslu persónuupplýsinga.

Í því skyni tekur Persónuvernd m.a. þátt í erlendu samstarfi við norrænar systurstofnanir og sækir fundi sk. 29. gr. starfshóps ásamt öðrum persónuverndarstofnunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig sækir stofnunin alþjóðafundi og aðra tilfallandi fundi sem snúa að sérmálefnum, auk þess að eiga í bréfaskiptum við systurstofnanir um ýmis álitamál.

Á innlendum vettvangi hefur Persónuvernd sinnt almennri fræðslu með flutningi erinda og fyrirlestra fyrir þá sem þess óska.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica