Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði. Meginreglan er þó sú að fjallað sé um erindi samkvæmt erindi þess sem telur að ekki hafi verið unnið með persónuupplýsingar um hann í samræmi við lög og reglur um persónuvernd.

Þegar Persónuvernd tekur afstöðu til þess hvort hún taki mál til meðferðar að eigin frumkvæði er litið til eins eða fleiri eftirfarandi sjónarmiða:

  • Hvort mál varðar réttarstöðu hins skráða og ljóst er að það hefur vanda í för með sér fyrir hann sjálfan að vera aðili að málinu. Skiptir þá m.a. máli hvort viðkomandi hefur óskað nafnleyndar af gildum ástæðum, t.d. vegna hættu á missi atvinnu.
  • Hvort mál varðar mikilvæga hagsmuni eða grundvallarréttindi breiðs hóps manna. Er þá m.a. tekið mið af því hvort almennur aðgangur sé að þeim upplýsingum sem unnið er með.
  • Hvort umfjöllun hafi almennt leiðbeiningargildi og sé til þess fallin að geta komið mörgum að notum

Við mat á því hvort Persónuvernd tekur mál til meðferðar að eigin frumkvæði er einnig litið til þess hvort hinum skráða séu auðfærar aðrar leiðir til að láta reyna á rétt sinn en að Persónuvernd fjalli um málið.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica