Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um vinnslu persónuupplýsinga á Íslandi, hvort sem íslensk lög eða lög annars ríkis gilda um vinnsluna.

Þetta hefur m.a. í för með sér að Persónuvernd sker úr um lögmæti vinnslu og meðferðar persónuupplýsinga sem unnið er með hér á landi, jafnvel þótt þær séu vistaðar á netþjóni erlendis.

Vakin er sérstök athygli á því að Persónuvernd úrskurðar fyrst og fremst í  ágreiningsmálum. Ef þú hefur efasemdir um að tiltekinn aðili sé að vinna með persónuupplýsingar um þig með lögmætum hætti verður þú þess vegna fyrst að snúa þér til hans og koma þeim sjónarmiðum þínum á framfæri. Ef ábyrgðaraðilinn fellst ekki á það er kominn upp ágreiningur og þá getur þú lagt fram kvörtun til Persónuverndar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica