Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Eftirlit með lagaframkvæmd er að meginstefnu eftirfarandi en í undantekningartilvikum þarf að sækja um leyfi Persónuverndar. Sá sem vinnur með persónuupplýsingar ber ábyrgð á því að farið sé að lögum og reglum í einu og öllu. Hann verður því að vega og meta hvort meðferð hans á persónuupplýsingum standist lög, en það mat hans getur sætt endurskoðun Persónuverndar, t.d. ef stofnuninni berst kvörtun.

Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er tekið fram að Persónuvernd muni einnig hafa eftirlit með vinnslu persónuupplýsinga sem lýtur ákvæðum sérlöggjafar nema kveðið sé á um aðra skipun í viðkomandi sérlöggjöf.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica