Innskráning í tilkynningarkerfi

Meginreglan er sú að vinnsla persónuupplýsinga er tilkynningarskyld. Með því er átt við að alla jafna er skylt að tilkynna Persónuvernd um vinnsluna með því að fylla út og senda rafrænt eyðublað sem má nálgast með því að skrá sig inn hér að neðan. Tilkynningin er síðan færð í opinbera tilkynningarskrá sem er aðgengileg á þessari heimasíðu og er haldin lögum samkvæmt í því skyni að tryggja gegnsæi um vinnslu persónuupplýsinga. Hinn skráði getur þannig fengið nánari upplýsingar um það hvernig ábyrgðaraðili vinnur með persónuupplýsingar um hann, en hann getur þó einnig snúið sér beint til ábyrgðaraðilans.

Ábyrgðaraðili skal senda Persónuvernd tilkynningu um vinnslu tímanlega áður en hún hefst. Honum er heimilt að hefja vinnslu um leið og tilkynning hefur verið send en skal stöðva hana berist honum tilmæli frá Persónuvernd þar að lútandi.

Það athugast þó að staðfesting og birting tilkynningar jafngildir ekki samþykki eða leyfi Persónuverndar. Tilkynningunum er fyrst og fremst ætlað að skapa gegnsæi.

Nánari upplýsingar um hvenær tilkynna þarf vinnslu til Persónuverndar.


Tilkynningareyðublöð má nálgast með því að skrá sig inn hér að neðan.

Nýskráning (ef þú ert að senda tilkynningu í fyrsta sinn)

Innskráning (ef þú hefur þegar stofnað aðgang)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica