Atvinnulífið

Heimildir vinnuveitanda til að skrá upplýsingar um starfsfólk - 1.2.2011

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn um heimildir vinnuveitanda til að skrá upplýsingar um starfsfólk. Lesa meira

Má vinnuveitandinn leita í töskunni minni? - 24.3.2009

Lög nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda um alla rafræna vinnslu persónuupplýsinga og handvirka vinnslu þeirra þegar þær eiga að verða hluti af skrá skv. 3. gr. laganna. Af ákvæðinu verður ráðið að lögin taka til persónuupplýsinga sem eru skráðar með einhverjum hætti á gögn, .s.s. upptökur, tölvuskjöl og handritaðar skrár. Leit á fólki og í fórum þeirra fellur því ekki undir lögin nema haldin sé skrá um leitina. Heimild til að halda slíka skrá mundi ráðast af lögmæti þess að framkvæma fyrrgreinda leit.

Lesa meira

Eiturlyfjaskimun innan fyrirtækja - 8.4.2008

„Hvernig skal verklagi háttað í tengslum við innra eftirlit í fyrirtækjum, sem felur meðal annars í sér að fyrirtæki telja þörf á að framkvæmd sé eiturlyfjaskimun reglulega meðal starfsmanna sinna? Þetta mun sérstaklega eiga við um fyrirtæki í flutningageiranum og þar sem starfsmenn eiga að stjórna stórum tækjum eða vinnuvélum sem gætu skapað mikla hættu ef viðkomandi stjórnandi væri ekki alls gáður.

Fyrirtæki mitt hefur í hyggju að bjóða þá þjónustu að starfsmenn fyrirtækisins sem hafa fengið sérstaka þjálfun til verksins komi í fyrirtæki skv. þjónustusamningi og framkvæmi eiturlyfjaskimun á starfsmönnum viðkomandi fyrirtækja.“

Lesa meira

Veikindaforföll - 12.11.2007

Gildissvið laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000, kemur fram í 3. gr. laganna en þar segir að þau gildi um sérhverja rafræna vinnslu persónuupplýsinga, sem og handvirka vinnslu persónuupplýsinga sem eru eða eiga að verða hluti af skrá. Má telja sem svo að skjal sem útlistar hver sé veikur og eðli veikindanna geti fallið undir þetta ákvæði.
Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica