Spurningar og svör

Álit 29. gr. hópsins um tölvuský og um lífkennaupplýsingar o.fl.

29. gr. hópurinn hefur samþykkt nokkur álit það sem af er árinu 2012. Helst ber að nefna álit hópsins um tölvuský (e. cloud computing). Í því áliti er farið yfir þau álitamál sem risið hafa upp með aukinni notkun s.k. tölvuskýja og farið yfir þau atriði sem valdið hafa vandkvæðum út frá persónuverndarsjónarmiðum, m.a. varðandi öryggi upplýsinga og upplýsingarétt hins skráða. Þá hefur hópurinn gefið út álit varðandi lífkennaupplýsingar (e. biometric data) en því er ætlað að koma til móts við aukningu á alls kyns búnaði sem nýtir lífkennaupplýsingar, t.d. andlitsgreiningarbúnað (e. facial recognition program), fingrafaraskanna o.fl. Tilgangur álitsins er m.a. að auka vitund almennings og löggjafans á þeirri þróun sem orðið hefur og bent á leiðir til að draga úr áhættunni á því að slíkar upplýsingar séu misnotaðar og til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar fyrir friðhelgi einkalífs og vernd persónuupplýsinga. Þá hefur hópurinn einnig gefið út álit varðandi nýja reglugerð um persónuvernd, andlitsgreiningarbúnað á netinu og í snjallsímum og varðandi smygildi (e. cookies).
Lesa meira
Stofnun_arsins_litid

Persónuvernd stofnun ársins 2012

Stofnun_arsins_litidÁ föstudaginn voru kynntar niðurstöður könnunar um Stofnun ársins 2012 við hátíðlega athöfn á Hilton Hótel Nordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Hlaut Persónuvernd hæstu einkunn sem stofnun ársins 2012 í flokki lítilla stofnanna með heildareinkunnina 4,7 af 5.

Lesa meira

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2012

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag,  7. febrúar. Þemað í ár er „Tengjum kynslóðir” og munu yfir 60 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag þar sem til umfjöllunar verða ýmis verkefni þar sem tæknin tengir kynslóðir saman.

Lesa meira

Leiðbeiningar Persónuverndar um friðhelgisstillingar á Facebook

Í tilefni af Evrópska persónuverndardeginum þann 28. janúar síðastliðinn ákvað Persónuvernd að útbúa leiðbeiningar til aðstoðar einstaklingum í tengslum við persónuupplýsingar þeirra á Facebook. Friðhelgisstillingar samfélagsvefsíðunnar hafa tekið breytingum á undanförnum misserum sem gerir það að verkum að einstaklingar hafa eftir vill ekki uppfært friðhelgisstillingar sínar svo að upplýsingum þeirra sé veitt nægileg vernd. Hér er að finna leiðbeiningar Persónuverndar um æskilegar friðhelgisstillingar á Facebook.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica