Fréttir

Vegna umræðu í fjölmiðlum um skimun fyrir Covid19-veirunni

Sameiginleg fréttatilkynning frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd

8.3.2020

Að gefnu tilefni vilja Vísindasiðanefnd og Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Persónuvernd barst síðdegis í gær, laugardag, erindi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem fram kom að fyrirtækið hefði boðist til þess að aðstoða heilbrigðiskerfið við að öðlast betri skilning á því hvernig Covid19-veiran hagar sér.

Út frá efni erindisins vöknuðu spurningar um hvort hluti verkefnisins fæli í sér vísindarannsókn á heilbrigðissviði sem væri leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd. Var Íslensk erfðagreining upplýst um það og boðin flýtimeðferð.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyrirtækisins að skima fyrir Covid19-veirunni og skoða veiruna nánar. Slík skimun og veirurannsókn er hvorki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd né Persónuvernd og getur því farið fram án aðkomu þessara aðila.Var efnið hjálplegt? Nei