Fréttir

Vegna fréttaumfjöllunar um dróna hjá Fiskistofu

18.2.2021

Töluvert hefur verið fjallað um notkun Fiskistofu á drónum í þágu fiskveiðieftirlits í fjölmiðlum undanfarið. Af því tilefni vill Persónuvernd árétta að stofnunin hefur hvorki samþykkt notkun Fiskistofu á drónum tekið efnislega afstöðu til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem getur falist í notkun þeirra.

Persónuvernd barst erindi Fiskistofu, dags. 10. júní 2020, þar sem tilkynnt var um notkun rafræns búnaðar við fiskveiðieftirlit. Persónuvernd veitti Fiskistofu í kjölfarið almennar leiðbeiningar um þau ákvæði persónuverndarlaga sem huga þyrfti að áður en slíkt eftirlit væri tekið í notkun við fiskveiðieftirlit. Í bréfinu var jafnframt áréttað að ekki væri tekin efnisleg afstaða til þeirrar vinnslu sem lýst væri í erindi Fiskistofu og að Persónuvernd áskildi sér rétt til að taka vinnsluna til frekari skoðunar síðar, teldi hún tilefni til, s.s. ef stofnuninni bærust frekari upplýsingar eða kvörtun vegna vinnslunnar.

Persónuvernd skoðar nú hvort tilefni sé til að kanna nánar umrædda vinnslu persónuupplýsinga hjá Fiskistofu sem fer fram með drónum.

Bréf Persónuverndar, dags. 2. júlí 2020



Var efnið hjálplegt? Nei