Fréttir

Upplýsingar um 31 þúsund Íslendinga birtar á umræðuvettvangi hakkara – yfirlýsing írsku persónuverndarstofnunarinnar

6.4.2021

Írska persónuverndarstofnunin (DPC) hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna birtingar gagnasafna á umræðuvettvangi hakkara. Samkvæmt yfirlýsingunni virðast umrædd gögn vera frá Facebook. Höfuðstöðvar Facebook á Evrópska efnahagsvæðinu eru á Írlandi og telst því DPC vera forystueftirlitsstjórnvald gagnvart fyrirtækinu.

Samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í íslenskum fjölmiðlum um helgina virðast upplýsingar um 31 þúsund Íslendinga vera í umræddum gögnum.

Um er að ræða t.d. símanúmer og netföng einstaklinga. Óheimil birting slíkra upplýsinga getur einkum aukið líkur á að einstaklingar verði fyrir barðinu á svindli, hvort sem er í formi símtala eða tölvupósta.

Persónuvernd beinir því þeim leiðbeiningum til einstaklinga að vera sérstaklega á varðbergi fyrir slíkum símtölum og tölvupóstum.

Yfirlýsing DPCVar efnið hjálplegt? Nei