Fréttir

Uppfærsla á tilkynningagátt fyrir öryggisbresti

18.9.2020

Persónuvernd hefur nú uppfært tilkynningagátt fyrir öryggisbresti sem opnuð var þann 14. maí 2020. Uppfærslan byggir að hluta til á ábendingum frá tilkynnendum um það sem betur mætti fara, t.d. er nú stærra innsláttasvæði fyrir lýsingu atviks og unnt er að prenta út kvittun í lokaskrefi við innsendingu tilkynningar. Gáttin er vistuð á Ísland.is - https://oryggisatvik.island.is - nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Var efnið hjálplegt? Nei