Fréttir

Umsókn um heimild til vísindarannsóknar á COVID-19

Tilkynning frá Persónuvernd

21.3.2020

Að gefnu tilefni vill Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum nýverið vill Persónuvernd taka fram að í gær, föstudaginn 20. mars klukkan 12.45, barst Persónuvernd til umsagnar frá Vísindasiðanefnd umsókn frá Íslenskri erfðagreiningu um heimild til að gera rannsókn á faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrifum erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur.

Afgreiðsla málsins stendur yfir og fyrirhugað er að afgreiða það til Vísindasiðanefndar eigi síðar en fyrir lok mánudagsins 23. mars nk.

Fyrri fréttatilkynningu Persónuverndar og Vísindasiðanefndar vegna málsins frá 8. mars 2020 má nálgast hér. 



Var efnið hjálplegt? Nei