Fréttir

Tvær lausar stöður hjá Persónuvernd á Húsavík

27.1.2021

Persónuvernd auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður hjá stofnuninni á nýrri starfsstöð hennar á Húsavík. Um er að ræða eina stöðu lögfræðings og eina stöðu sérfræðings í þjónustuveri. Leitað er að framúrskarandi einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni með samhentu teymi hjá Persónuvernd.

Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, laga nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi og reglna settra samkvæmt þeim. Eitt af helstu verkefnum Persónuverndar er að ráðleggja og leiðbeina þeim sem vinna með persónuupplýsingar. Persónuvernd er fjölskylduvænn og samhentur vinnustaður. Persónuvernd var „Stofnun ársins“ í könnun SFR árin 2017, 2018 og 2019.

Laus staða lögfræðings:

HELSTU VERKEFNI:

 • Hefðbundin lögfræðistörf, m.a. vinna að álitum, úrskurðum og leiðbeiningum
 • Afgreiðsla fyrirspurna sem berast símleiðis eða með öðrum hætti
 • Önnur lögfræðistörf sem heyra undir starfssvið Persónuverndar samkvæmt ákvörðun sviðsstjóra

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
 • Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku, auk færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
 • Góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli
 • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði


Laus staða sérfræðings í þjónustuveri:

HELSTU VERKEFNI:

 • Afgreiðsla tilkynninga um öryggisbresti
 • Umsjón með vefsíðu, ásamt gerð frétta og leiðbeininga
 • Svörun fyrirspurna á símatíma

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

 • Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku, auk færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
 • Góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli
 • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði


Frekari upplýsingar um störfin

Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2021.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Ráðið verður í störfin til 12 mánaða. Um er að ræða tilraunaverkefni sem vonast er til að framhald verði á. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknir óskast sendar á postur@personuvernd.is

Nánari upplýsingar um störfin veitir Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, í síma 510-9600. Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá móttöku þeirra. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.Var efnið hjálplegt? Nei