Fréttir

Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi

29.11.2017

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, var á meðal þeirra sem skipuðu úttektarnefnd á persónuverndarþætti Schengen samstarfsins í Grikklandi.


Á vegum Evrópusambandsins og aðildarríkja Schengen-samstarfsins eru reglulega gerðar úttektir á því hvernig einstök aðildarríki fara að þeim reglum sem settar hafa verið vegna þess samstarfs. Ná þessar úttektir meðal annars til þeirra reglna sem gilda um persónuvernd í upplýsingakerfum sem því þjóna. Til að gera slíkar úttektir eru skipaðar nefndir með fulltrúum frá aðildarríkjum, auk fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB. Dagana 23.–27. maí sl. fór vettvangshlutinn í persónuverndarþætti Schengen-úttektar fram á Grikklandi. Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, var á meðal þeirra sem skipuðu úttektarnefndina. Fer nú fram úrvinnsla niðurstaðna.



Var efnið hjálplegt? Nei