Fréttir

Staðlaðir skilmálar í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa

3.5.2021

Persónuvernd hefur nú gefið út staðlaða skilmála í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa. Drög að þeim voru birt til umsagnar 8. október 2020 og hafa innsendar umsagnir verið birtar á vefsíðu Persónuverndar. Hér birtast nú skilmálarnir, ásamt greinargerð með þeim þar sem farið er yfir viðbrögð stofnunarinnar við einstökum athugasemdum og breytingar á einstökum ákvæðum í ljósi þeirra. Samhliða útgáfu skilmálanna hefur Persónuvernd veitt fjárhagsupplýsingastofunni Creditinfo Lánstrausti hf., kt. 710197-2109, nýtt starfsleyfi, dags. í dag, sem að öllu leyti er samhljóða skilmálunum. Leyfið tekur gildi 10. maí nk. og hefur gildistíma til 31. desember 2022. Fram að gildistöku þessa nýja leyfis fer um vinnslu fjárhagsupplýsinga og gerð skýrslna um lánshæfi hjá Creditinfo Lánstrausti hf. samkvæmt eldri leyfisskilmálum.

Staðlaðir skilmálar í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa.

Greinargerð með skilmálunum.Var efnið hjálplegt? Nei