Fréttir

Samkeppni um Rodotà-verðlaunin 2020

25.11.2019

Ráðgefandi nefnd Evrópuráðsins, sem starfar á grundvelli Evrópuráðssamnings nr. 108 um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga frá 1981, hefur nú í annað sinn boðað til samkeppni í þeim tilgangi að verðlauna skapandi og frumleg rannsóknarverkefni sem stuðla að þróun á sviði persónuverndar.

Verðlaunin eru veitt í minningu ítalska lagaprófessorsins og stjórnmálamannsins Stefano Rodotà sem var ötull baráttumaður fyrir persónuvernd.

Á alþjóðlega persónuverndardeginum (28. janúar 2020) verður tilkynnt hvaða rannsóknarverkefni hlýtur verðlaunin og verðlaunahafanum gefst tækifæri til að kynna verkefni sitt á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður í Strassbourg dagana 1.-3. júlí 2020.

Verðlaunasamkeppnin er opin rannsakendum í þeim ríkjum sem taka þátt í starfi nefndarinnar, en Persónuvernd á fulltrúa í nefndinni og hefur tekið þátt í starfi hennar fyrir hönd Íslands. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar og tekið þátt hér. Umsóknarfrestur er til miðnættis þann 18. desember 2019.



Var efnið hjálplegt? Nei