Fréttir

Reglur um öryggi persónuupplýsinga við framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði

26.6.2020

Þann 8. júní 2020 tóku gildi reglur um öryggi persónuupplýsinga við framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði.

Þann 8. júní 2020 tóku gildi reglur um öryggi persónuupplýsinga við framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Reglurnar hafa stjórnartíðindanúmerið 622/2020 og hafa verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda.

Reglurnar miða að því að tryggja leynd persónuupplýsinga gagnvart óviðkom­andi, lögmætan aðgang að þeim, sem og gæði þeirra og áreiðanleika að því marki sem nauðsyn krefur í ljósi hagsmuna hinna skráðu af friðhelgi einkalífs. Í þessu skyni er meðal annars mælt fyrir um tilteknar öryggisráðstafanir í reglunum, svo sem um meðferð lífsýna og varðveislu persónuupplýsinga. 



Var efnið hjálplegt? Nei