Fréttir

Ráðning starfsmanna á nýja starfsstöð Persónuverndar á Húsavík

26.3.2021

Reynir Ingi Reinhardsson hefur verið ráðinn lögfræðingur og Margrét Ólöf Sveinsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í þjónustuveri hjá Persónuvernd á nýrri starfsstöð stofnunarinnar á Húsavík

Persónuvernd auglýsti þann 26. janúar 2021 eftir starfsfólki á nýja starfsstöð stofnunarinnar á Húsavík. Auglýst var eftir einum lögfræðingi og einum sérfræðingi í þjónustuver. Alls sóttu 29 um stöðu lögfræðings og 77 um stöðu sérfræðings.

Reynir Ingi lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands 2018. Hann hefur starfað sem lögfræðingur á neytendaréttarsviði, vöruöryggissviði og mælifræðisviði Neytendastofu frá útskrift.

Margrét Ólöf lauk meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2013 og BA-gráðu í ferðamálafræði frá sama skóla árið 2005. Hún hefur víðtæka starfsreynslu, nú síðast sem verslunarstjóri Lindex á Egilsstöðum frá árinu 2020. Var efnið hjálplegt? Nei