Fréttir

Persónuvernd auglýsir eftir fjórum lögfræðingum og skjalastjóra

7.9.2018

  • 05

Persónuvernd auglýsir lausar fjórar stöður lögfræðinga og eina stöðu skjalastjóra hjá stofnuninni. 

 

Persónuvernd hefur eftirlit með allri vinnslu persónupplýsinga hérlendis. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja persónuverndarlögum. Verkefni Persónuverndar eru því umfangsmikil og spanna flesta geira samfélagsins auk þess sem verkefni tengd tæknibyltingunni koma á borð stofnunarinnar. Vegna þessa eru nú auglýstar til umsóknar fimm lausar stöður hjá Persónuvernd. Leitað er að framúrskarandi einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni með samhentu teymi hjá Persónuvernd.

Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglna settra samkvæmt þeim. Eitt af helstu verkefnum Persónuverndar er að ráðleggja og leiðbeina þeim sem vinna með persónuupplýsingar. Persónuvernd er fjölskylduvænn og samhentur vinnustaður. Síðastliðin tvö ár hefur Persónuvernd verið „Stofnun ársins“ í könnun SFR.

Lausar eru fjórar stöður lögfræðinga: 

HELSTU VERKEFNI:

 

  • Hefðbundin lögfræðistörf, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum og álitum
  • Afgreiðsla fyrirspurna
  • Önnur verkefni sem forstjóri kann að fela starfsmanni, m.a. vegna nýrra verkefna hjá Persónuvernd

 

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

 

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku, auk færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð kunnátta í ensku og þekking á Norðurlandamáli
  • Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum
  • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði

 

Laus er staða skjalastjóra.

HELSTU VERKEFNI:

 

  • Móttaka gagna, bókun og frágangur skjala, pökkun gagna, þjónusta við starfsmenn og skráning á bókasafni.
  • Verkefni á sviði rafrænnar skjalavörslu auk móttökuafgreiðslu og annarra tilfallandi verkefna.

 

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

 

  • Próf í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
  • Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum
  • Lögð er áhersla á gott vald á íslensku, auk góðrar kunnáttu í ensku og þekkingu á Norðurlandamáli
  • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018. Umsóknir um starfið skulu berast á netfangið postur [hjá] personuvernd.is, merktar „Umsóknir um starf hjá Persónuvernd“, og skulu þeim fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil, ásamt prófskírteinum. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um störf lögfræðinga veita Þórður Sveinsson og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjórar hjá Persónuvernd, í síma 510-9600.

Nánari upplýsingar um störf skjalastjóra veitir Svava Björg Kristjánsdóttir, í síma 510-9600.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um þessi störf. Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá móttöku þeirra.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 



Var efnið hjálplegt? Nei