Fréttir

Nýtt skipurit Persónuverndar samþykkt

5.9.2019

Þann 23. ágúst sl. var samþykkt hjá Persónuvernd nýtt skipurit stofnunarinnar auk þess sem verklagi var breytt, til að takast betur á við þann fjölda mála sem Persónuvernd berast.

Samkvæmt skipuriti Persónuverndar er um þrjú meginsvið að ræða, auk kjarnastarfsemi, þ.e. eftirlit, úttektir og erlent samstarf og fræðsla. Kjarnastarfsemi lýtur að starfi forstjóra, rekstri stofnunarinnar og skjalavörslu.

Sviðsstjóri eftirlits er Helga Sigríður Þórhallsdóttir.

Sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu er Vigdís Eva Líndal.

Sviðsstjóri úttekta er Þórður Sveinsson.

Þá hefur Persónuvernd nú skilgreint helstu málaflokka sem falla undir eftirlit stofnunarinnar – með hliðsjón af því að öll vinnsla persónuupplýsinga, hjá fyrirtækjum, opinberum aðilum, sveitarfélögum og öðrum, fellur undir eftirlit stofnunarinnar.

Helstu málaflokkar hér undir eru: rafrænt eftirlit og vöktun, tækni og nýsköpun, samfélagsmiðlar og markaðssetning, rannsóknir og leyfi, heilbrigðismál, börn og viðkvæmir hópar, fjármál, réttindi einstaklinga, vottanir og hátternisreglur, reglusetning og lagaumhverfi, netöryggi, löggæsla, fjölmiðlun og dómstólar.

Skipurit-PersónuverndarVar efnið hjálplegt? Nei