Fréttir

Úttekt Persónuverndar á lífsýnasöfnum Krabbameinsfélags Íslands

20.12.2007

Persónuvernd hefur lokið skoðun sinni á lífsýnasöfnum Krabbameinsfélags Íslands, en félagið rekur tvö söfn - annars vegar lífsýnasafn Frumurannsóknastofu leitarsviðs og hins vegar Lífsýnabanka KÍ (safn Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði).

 

Persónuvernd hefur lokið skoðun sinni á lífsýnasöfnum Krabbameinsfélags Íslands, en félagið rekur tvö söfn - annars vegar lífsýnasafn Frumurannsóknastofu leitarsviðs og hins vegar Lífsýnabanka KÍ (safn Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði).

Athugun á því fyrrnefnda leiddi í ljós að það uppfyllti ekki lögmætiskröfur lífsýnalaga. Ástæðan er sú að lífsýnin eru merkt með persónuauðkennum en slíkt samrýmist ekki ótvíræðum fyrirmælum laga um lífsýnasöfn. Lagði Persónuvernd fyrir félagið að bæta úr þessu. Af þessari ástæðu þóttu ekki vera efni til umfjöllunar um öryggi þessa safns, að svo stöddu.

Síðarnefnda safnið uppfyllti hins vegar lögmætiskröfur. Voru öryggismál þess því athuguð og lagt fyrir félagið að gera nokkrar breytingar til að auka öyggi þess.

Ákvörðun Persónuverndar um lífsýnasafn Frumurannsóknastofu leitarsviðs.

Ákvörðun Persónuverndar um Lífsýnabanka KÍ.




Var efnið hjálplegt? Nei