Fréttir

Samevrópskt neyðarnúmer

27.11.2007

29. greinar starfshópurinn, sem hefur m.a. það hlutverk að stuðla að samræmingu í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu, hefur sent frá sér vinnuskjal um persónuvernd varðandi fyrirhugað samevrópskt neyðarnúmer.

29. greinar starfshópurinn, sem hefur m.a. það hlutverk að stuðla að samræmingu í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu, hefur sent frá sér vinnuskjal um persónuvernd varðandi fyrirhugað samevrópskt neyðarnúmer. Í vinnuskjalinu kemur eftirfarandi fram:

Evrópusambandið1. Inngangur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur unnið að því að bæta umferðaröryggi innan Evrópusambandsins með notkun upplýsinga og samskiptatækni. Í þessu skyni hefur verið talið mikilvægt að koma á fót samevrópsku neyðarnúmeri (eCall). Vinnuhópur á vegum framkvæmdastjórnarinnar hefur komið fram með tillögur sem miða að því að búnaður fyrir samevrópskt neyðarnúmer verði kominn í öll ný farartæki frá og með 1. september árið 2010.

2. Hvað er samevrópskt neyðarnúmer?

Fyrirhugað er að í bílum verði búnaður sem fer sjálfkrafa í gang við umferðarslys eða fyrir tilstilli ökumanns eða farþega og tengi viðkomandi við viðeigandi svarstöð. Símkerfið byggist upp á tveimur þáttum, annars vegar venjulegu símtali við svarstöð og staðsetningu búnaðar. Undir þessum kringumstæðum koma aðeins fram lágmarksupplýsingar (minimum set of data) en þær eru (i) tími atviks, (ii) staðsetning og átt sem keyrt er í, (iii) upplýsingar um farartæki, (iv) upplýsingar um alvarleika atviks, (v) upplýsingar um hver veitir hugsanlega þjónustu. Hins vegar getur það verið valkvætt að frekari upplýsingar berist í gegnum símkerfið (full set of data) eins og upplýsingar frá þriðja aðila um tryggingarfélag farartækis, símafyrirtæki, upplýsingar frá lyfjafyrirtækjum, upplýsingar um lögfræðing o.fl.

3. Samevrópskt neyðarnúmer og persónuvernd

3.1 Skyldubundið eða frjálst val?

29. greinar hópurinn hefur skoðað tvær leiðir við innleiðingu samevrópsks símkerfis, annars vegar valkvæða notkun og hins vegar skyldubundna notkun þjónustunnar. Ef um er að ræða valkvæða þjónustu verður búnaðurinn með þeim hætti að mögulegt sé að kveikja og slökkva á honum án tæknilegra vandkvæða eða kostnaðar. Ef þessi leið verður farin væri það ólögmætt af hálfu tryggingafélaga, bílaleiga og fyrirtækja með bíla fyrir starfsmenn, að beita aðila þrýstingi til þess að hafa búnaðinn virkan.

Ef notkun búnaðarins er skyldubundin er nauðsynlegt að regluverkið í kringum framkvæmdina taki mið af persónuverndarlöggjöf aðildarríkjanna. Til að mynda er nauðsynlegt að hafa samstarf við persónuverndarstofnanir í aðildarríkjunum.

Hvort sem þjónustan verður valkvæð eða ekki er nauðsynlegt að greina á milli lágmarksupplýsinga (minimum set of data) sem fara sjálfkrafa í gegnum kerfið og frekari upplýsinga (full set of data) þar sem samningur á milli eiganda farartækis og þriðja aðila þarf að liggja fyrir.

4. Önnur atriði sem hafa þarf í huga

29. greinar starfshópurinn leggur áherslu á að gögn í gagnagrunni sem kann að verða til við uppsetningu kerfisins verði ekki notuð öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað s.s. til að stjórna umferðarþunga. Þó kann að vera nauðsynlegt að leita í gagnagrunninum í kjölfar misnotkunar á kerfinu, s.s. þegar búnaður er notaður til þess að fá staðsetningu þegar aðili villist. Einnig er mikilvægt að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem safnast við vinnsluna. Þá þarf að taka tillit til meðalhófsreglunnar en hugsanlega er ekki nauðsynlegt að notast við kerfið í þeim löndum þar sem núverandi neyðarlínukerfi hefur reynst vel. Að lokum er nauðsynlegt að huga að varðveislutíma þeirra upplýsinga sem safnast.




Var efnið hjálplegt? Nei