Fréttir

Mat á líkum á ógjaldfærni íslenskra fyrirtækja

24.11.2006

Borið hefur á því að fyrirtæki hafi haft samband við Persónuvernd vegna vinnslu fyrirtækisins Lánstrausts hf. á svokölluðu LT-skori sem metur líkur á ógjaldfærni íslenskra fyrirtækja.

Borið hefur á því að fyrirtæki hafi haft samband við Persónuvernd vegna vinnslu fyrirtækisins Lánstrausts hf. á svokölluðu LT-skori sem metur líkur á ógjaldfærni íslenskra fyrirtækja.

Af þessu tilefni vill Persónuvernd benda á að í 2. mgr. 45. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kemur fram að í reglugerð skuli mælt fyrir um heimild til söfnunar og skráningar upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust fyrirtækja, svo og annarra lögaðila, í því skyni að miðla til annarra upplýsingum um það efni. Þá segir m.a. að heimild til slíkrar starfsemi skuli bundin leyfi Persónuverndar.

Um þetta málefni gildir reglugerð nr. 246/2001 um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust en þar segir m.a. í 1. mgr. 1. gr. að reglugerðin taki ekki til starfsemi sem felst í útgáfu skýrslna um lánshæfi.

Persónuvernd hefur því, í framkvæmd, litið svo á að vinnsla upplýsinga um mat á líkum á ógjaldfærni íslenskra fyrirtækja (LT-skor) falli utan gildissviðs laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og þar af leiðandi telur stofnunin það ekki heyra undir verksvið sitt að fjalla um lögmæti slíkrar vinnslu.




Var efnið hjálplegt? Nei