Fréttir

28. alþjóðafundur forstjóra persónuverndarstofnana

10.11.2006

28. alþjóðafundur forstjóra persónuverndarstofnana var haldinn í London 2. og 3. nóvember sl. og var hann sóttur af Sigrúnu Jóhannesdóttur, forstjóra Persónuverndar. Aðalefni fundarins var eftirlitsþjóðélagið.

28. alþjóðafundur forstjóra persónuverndarstofnana var haldinn í London 2. og 3. nóvember sl. og var hann sóttur af Sigrúnu Jóhannesdóttur, forstjóra Persónuverndar. Aðalefni fundarins var eftirlitsþjóðélagið.

Á fundinum kom fram það meginsjónarmið að eftirlitsþjóðfélagið væri ekki lengur framtíðarsýn heldur veruleiki í nútímanum. Þá kom fram að þrátt fyrir hina margvíslegu kosti sem rafræn vöktun getur haft í för með sér fyrir bæði samfélagið og einstaklinginn sé mikilvægt að gæta þess að umfang hennar verði ekki slíkt að alið sé á óöryggi og grafið undan trausti manna á meðal.

Um þetta má lesa nánar í fréttatilkynningu sem gefin var út að loknum fundinum og er birt hér.

Til grundvallar þeirri umræðu sem fram fór á fundinum lá skýrsla sem breska persónuverndarstofnunin, The Information Commissioner's Office (ICO), hafði gefið út. Skýrsluna má ná í hér. Viðauka skýrslunnar má ná í hér.




Var efnið hjálplegt? Nei