Fréttir

Persónuvernd er Stofnun ársins 2017

12.5.2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar við hátíðlega athöfn þann 10. maí á Hilton Reykjavík NPersónuvernd er stofnun ársins 2017ordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Hlaut Persónuvernd hæstu einkunn í flokki lítilla stofnana með heildareinkunnina 4,72 af 5. 

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar við hátíðlega athöfn þann 10. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Könnunin náði til yfir 200 stofnana en þeim er skipt í flokka eftir stærð.


Hjá Persónuvernd starfa í dag sex manns og er Persónuvernd því sigurvegari í flokki lítilla stofnana (færri en 20 manns) með heildareinkunnina 4,716 af 5. Reykjalundur fór með sigur af hólmi í flokki stærri stofnana (50 starfsmenn eða fleiri) með heildareinkunnina 4,458 og Menntaskólinn á Tröllaskaga í flokki meðalstórra stofnana (20-49 manns) með heildareinkunnina 4,669.

Níu þættir eru mældir í könnuninni og er mest vægi gefið stjórnun, jafnrétti,  starfsanda og vinnuskilyrðum. Heildareinkunn Persónuverndar var sem áður sagði 4,716 af 5 mögulegum en meðaltal heildareinkunna var 3,97.

Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má finna á heimasíðu SFR

Persónuvernd er stofnun ársins 2017



Var efnið hjálplegt? Nei