Fréttir

89 sóttu um stöðu lögfræðings hjá Persónuvernd

22.10.2015

Helga Sigríður Þórhallsdóttir og Gísli Páll Oddsson hafa verið ráðnir lögfræðingar hjá Persónuvernd. Staða lögfræðings hjá Persónuvernd var auglýst laus til umsóknar 21. ágúst sl. og sóttu 89 einstaklingar um. Helga Sigríður lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2013. Hún var lögfræðingur Húseigendafélagsins frá 2010 til 2014 og hefur síðan þá starfað hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Gísli Páll lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og skipstjórnarprófi 2. stigs frá Stýrimannaskóla Reykjavíkur árið 1997. Gísli Páll kemur frá lögfræðisviði Fiskistofu, þar sem hann hefur sinnt ýmsum verkefnum frá árinu 2010.
Helga Sigríður Þórhallsdóttir og Gísli Páll Oddsson hafa verið ráðnir lögfræðingar hjá Persónuvernd. Staða lögfræðings hjá Persónuvernd var auglýst laus til umsóknar 21. ágúst sl. og sóttu 89 einstaklingar um. Helga Sigríður lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2013. Hún var lögfræðingur Húseigendafélagsins frá 2010 til 2014 og hefur síðan þá starfað hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Gísli Páll lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og skipstjórnarprófi 2. stigs frá Stýrimannaskóla Reykjavíkur árið 1997. Gísli Páll kemur frá lögfræðisviði Fiskistofu, þar sem hann hefur sinnt ýmsum verkefnum frá árinu 2010.


Var efnið hjálplegt? Nei