Fréttir

Persónuvernd fyrirmyndarstofnun 2015

11.5.2015

Persónuvernd hlaut þriðju hæstu einkunn sem stofnun ársins 2015, í flokki lítilla stofnanna, í starfsánægjukönnun SFR stéttarfélags. Fær stofnunin af þeim sökum nafnbótina Fyrirmyndarstofnun 2015.

                                                                                   

Á fimmtudaginn voru kynntar niðurstöður könnunar Stofnun ársins 2015 við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu. Hlaut Persónuvernd þriðju hæstu einkunn sem stofnun ársins 2015, í flokki lítilla stofnanna, með heildareinkunnina 4,5 af 5. Fær stofnunin af þeim sökum nafnbótina Fyrirmyndarstofnun 2015.

Könnunin náði til yfir 200 stofnana og  tæplega 50 þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Stofnunum er skipt í flokka eftir stærð. Hjá Persónuvernd starfa í dag 7 manns og er stofnunin því í flokki minni stofnana.

Átta þættir eru mældir í könnuninni og er mest vægi gefið trúverðugleika stjórnenda, vinnuskilyrði, ánægju og stolts og ímyndar stofnunarinnar. Heildareinkunn Persónuverndar var 4,503 af 5 mögulegum en meðaltal heildareinkunna í þessum flokki var 4,1.

Sjá nánar á heimasíðu SFR.


Var efnið hjálplegt? Nei