Fréttir

Ný lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði taka gildi um áramót

8.12.2014

Persónuvernd minnir rannsakendur á að þann 1. janúar 2015 verður aðgangur að sjúkraskrám ekki lengur leyfisskyldur sérstaklega hjá Persónuvernd, heldur Vísindasiðanefnd. Persónuvernd mun þess í stað fá yfirlit yfir umsóknir sem berast Vísindasiðanefnd. Í kjölfarið mun Persónuvernd meta hvort tilefni sé til þess að taka einstakar umsóknir til nánari skoðunar.  Af þessum ástæðum vill Persónuvernd leiðbeina rannsakendum að snúa sér til Vísindasiðanefndar frá og með 1. janúar 2015, hyggist þeir óska aðgangs að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Persónuvernd mun nú í desember leggja sérstaklega áherslu á að afgreiða leyfisumsóknir, sem þegar hafa borist henni. Ef rannsakendur, sem ekki hafa sent inn leyfisumsókn nú þegar, sjá ekki fram á að geta hafið rannsókn sína fyrir áramót leiðbeinir Persónuvernd þeim um að beina beiðnum sínum til Vísindasiðanefndar frá og með 1. janúar 2015. Starfsmenn Persónuverndar munu veita nánari upplýsingar í gegnum síma óski rannsakendur frekari upplýsinga.

Þá bendir Persónuvernd á að ákveðnar tegundir vinnslu eru enn leyfisskyldar hjá stofnuninni til samræmis við 4. gr. reglna nr. 712/2008. Hin nýju lög taka einungis til aðgangs að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði.
Persónuvernd minnir rannsakendur á að þann 1. janúar 2015 verður aðgangur að sjúkraskrám ekki lengur leyfisskyldur sérstaklega hjá Persónuvernd, heldur Vísindasiðanefnd. Persónuvernd mun þess í stað fá yfirlit yfir umsóknir sem berast Vísindasiðanefnd. Í kjölfarið mun Persónuvernd meta hvort tilefni sé til þess að taka einstakar umsóknir til nánari skoðunar.  Af þessum ástæðum vill Persónuvernd leiðbeina rannsakendum að snúa sér til Vísindasiðanefndar frá og með 1. janúar 2015, hyggist þeir óska aðgangs að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Persónuvernd mun nú í desember leggja sérstaklega áherslu á að afgreiða leyfisumsóknir, sem þegar hafa borist henni. Ef rannsakendur, sem ekki hafa sent inn leyfisumsókn nú þegar, sjá ekki fram á að geta hafið rannsókn sína fyrir áramót leiðbeinir Persónuvernd þeim um að beina beiðnum sínum til Vísindasiðanefndar frá og með 1. janúar 2015. Starfsmenn Persónuverndar munu veita nánari upplýsingar í gegnum síma óski rannsakendur frekari upplýsinga.

Þá bendir Persónuvernd á að ákveðnar tegundir vinnslu eru enn leyfisskyldar hjá stofnuninni til samræmis við 4. gr. reglna nr. 712/2008. Hin nýju lög taka einungis til aðgangs að sjúkraskrám í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði.

 



Var efnið hjálplegt? Nei