Fréttir

Evrópski persónuverndardagurinn 2013 – eru þínar upplýsingar öruggar?

28.1.2013

Í dag er Evrópski persónuverndardagurinn haldinn hátíðlegur í sjöunda skipti. Dagurinn er haldinn hátíðlegur þennan dag þar sem Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónupplýsinga var gerður þennan dag árið 1981. Ætlunin með Persónuverndardeginum er að vekja athygli almennings á réttinum til persónuverndar og friðhelgi einkalífs.
Í dag er Evrópski persónuverndardagurinn haldinn hátíðlegur í sjöunda skipti. Dagurinn er haldinn hátíðlegur þennan dag þar sem Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónupplýsinga var gerður þennan dag árið 1981. Ætlunin með Persónuverndardeginum er að vekja athygli almennings á réttinum til persónuverndar og friðhelgi einkalífs.

Meðal þess sem gert hefur verið af tilefni þessa dags var hádegisverðarfundur Deloitte á Íslandi um gagnaöryggi. Á fundinum voru tvö erindi varðandi hvernig einstaklingar geti tryggt eigið öryggi á netinu. Bar þar hæst notkun flókinna lykilorða og um leið forðast að nota sama lykilorð fyrir mismunandi síður. Þá kom fram að mikilvægt væri að skipta reglulega um lykilorð. Með notkun slíkra lykilorða megi verulega minnka hættuna á að misfarið verði með þínar upplýsingar.

Þá kom fram að brýnt væri að einstaklingar væru gagnrýnir í hugsun þegar kæmi að því að ýta á tengla, myndbönd, forritum frá þriðja aðila o.fl., sem viðkomandi þekkir ekki. Meginhugsunin væri í rauninni sú að ekki eigi að ýta á tengla sem að virðast vafasamir eða lofa vinningum og slíku. Með því að beita gagnrýnni hugsun væri oftast komist hjá því að tölvuóværur (e. malware) komist í tölvu. Sjá nánar hér.

Að lokum kom fram að mikilvægt væri að einstaklingar kynntu sér reglulega þá skilmála sem að samfélagssíður setja fyrir notkun persónuupplýsinga. Í fyrra gaf Persónuvernd út leiðbeiningar um hvernig eigi að stilla friðhelgisstillingar á Facebook og má nálgast þær hér.

Evrópusambandið hefur einnig í tilefni dagsins verið með ýmsar uppákomur en ber þar helst að nefna spjall á Twitter. Þá hafa stofnanir sambandsins gefið út ýmsar upplýsingar í tengslum við daginn, m.a. niðurstöður evrópskrar könnunar um viðhorf fólks til persónuverndar og skyldra málefna. Nánari upplýsingar má m.a. finna á heimasíðu Evrópuþingsins og Facebook-síðu dóms- og mannréttindaskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB.

Persónuvernd hvetur alla til að hafa framangreint í huga til að draga úr áhættu á misnotkun persónuupplýsinga.



Var efnið hjálplegt? Nei