Fréttir

Ályktun um varðveislutíma fjarskiptaupplýsinga innan ESB

15.7.2010

Evrópskar persónuverndarstofnanir telja að ekki hafi verið farið að tilskipun um varðveislu fjarskiptaupplýsinga

Evrópskar persónuverndarstofnanir ályktuðu á fundi sínum 12.-14. júlí 2010 að í framkvæmd hafi ekki verið farið eftir tilskipun 2006/24/EB um varðveislu persónuupplýsinga í fjarskiptakerfum. Ályktunin grundvallast á niðurstöðum sameiginlegrar könnunar þessara stofnana. Þar segir að reglum um varðveisluskyldu á fjarskipta- og vefumferðarupplýsingum sé ekki réttilega framfylgt í ríkjum Evrópusambandsins. Meðal annars hafi komið í ljós að upplýsingar hafi verið varðveittar of lengi, of mikið hafi verið varðveitt af upplýsingum og þeim hafi verið miðlað of frjálslega.

Frétt um ályktunina á ensku.

Ályktunin sjálf (á ensku). 

 

 Var efnið hjálplegt? Nei