Fréttir

Nýr dómur Evrópudómstólsins - Sjálfstæði persónuverndarstofnana

22.3.2010

Hinn 9. mars 2010 felldi Evrópudómstóllinn dóm í máli sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðaði gegn Þýskalandi varðandi fyrirkomulag persónuverndarstofnana þar í landi.

Hinn 9. mars 2010 felldi Evrópudómstóllinn dóm í máli sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðaði gegn Þýskalandi varðandi fyrirkomulag persónuverndarstofnana þar í landi. Í einstökum sambandsríkjum Þýskalands eru sérstakar persónuverndarstofnanir sem hafa með höndum eftirlit með vinnslu persónuupplýsinga á vegum einkaaðila og vinnslu sem tengist verkefnum á vegum hins opinbera sem fram fara á frjálsum markaði. Ákvarðanir þessara stofnana geta sætt endurskoðun ráðherra eða sambærilegs stjórnvalds í viðkomandi sambandsríki Þýskalands. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. persónuverndartilskipunarinnar, nr. 95/46/EB, skulu persónuverndarstofnanir í aðildarríkjum ESB og EES starfa algerlega sjálfstætt. Var þetta fyrirkomulag í Þýskalandi talið brjóta gegn því ákvæði.

 

Hér má sjá hina ensku útgáfu dómsins.Var efnið hjálplegt? Nei