Fréttir

Norska persónuverndarstofnunin ákveður að nota ekki Facebook

24.9.2021

Norska persónuverndarstofnunin (Datatilsynet) birti í vikunni niðurstöður mats á áhrifum á persónuvernd sem stofnunin framkvæmdi á fyrirhugaðri notkun hennar á samfélagsmiðlinum Facebook. Til stóð að útbúa sérstaka síðu til að koma starfsemi stofnunarinnar á framfæri við almenning.

Í því sambandi er bent á að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að móttaka lögreglu á upplýsingum í gegnum Facebook væri ekki í samræmi við persónuverndarlög með vísan til sambærilegra sjónarmiða.

Norska persónuverndarstofnunin (Datatilsynet) birti í vikunni niðurstöður mats á áhrifum á persónuvernd sem stofnunin framkvæmdi á fyrirhugaðri notkun hennar á samfélagsmiðlinum Facebook. Til stóð að útbúa sérstaka síðu til að koma starfsemi stofnunarinnar á framfæri við almenning.

Niðurstaða matsins er sú að Datatilsynet mun ekki nota Facebook til að hafa samskipti við almenning þar sem sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í að hafa sérstaka síðu á Facebook er talin fela í sér of mikla áhættu fyrir réttindi og frelsi einstaklinga.

Niðurstaða matsins byggist meðal annars á því að Datatilsynet telur sig ekki geta uppfyllt ákvæði persónuverndarreglugerðarinnar um sameiginlega vinnsluaðila þar sem samkomulaginu sem þau hafi gert við Facebook sé ábótavant. Þá hafi Datatilsynet ekki nægar upplýsingar um hvað yrði gert við upplýsingar um hegðun þeirra sem myndu heimsækja síðuna og geti því ekki veitt viðeigandi fræðslu.

Í þessu sambandi bendir Persónuvernd á að 10. mars 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að móttaka lögreglu á upplýsingum í gegnum Facebook væri ekki í samræmi við persónuverndarlög með vísan til sambærilegra sjónarmiða. 



Var efnið hjálplegt? Nei