Fréttir

Niðurstaða Persónuverndar um tekjur.is

29.11.2018

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í frumkvæðismáli vegna gagnagrunns með upplýsingum úr skattskrám fyrir árið 2016 sem gerður hafði verið aðgengilegur á vefsíðunni tekjur.is.

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í frumkvæðismáli vegna gagnagrunns með upplýsingum úr skattskrám fyrir árið 2016 sem gerður hafði verið aðgengilegur á vefsíðunni tekjur.is. Af hálfu ábyrgðaraðila gagnagrunnsins, Viskubrunns ehf., var vísað til lokamálsliðar 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt sem heimildar fyrir gagnagrunninum, en þar er mælt fyrir um heimild til birtingar skattskráa og útgáfu þeirra í heild eða að hluta. Í ljósi forsögu umrædds ákvæðis taldi Persónuvernd að í gerð umrædds gagnagrunns fælist hvorki birting né útgáfa í skilningi þess. Þá væri ljóst að ríkisskattstjóri færi með heimildir samkvæmt fyrrnefndu ákvæði. Veitti hann öðrum umboð til birtingar eða útgáfu á grundvelli þess bæri því að fara að skilmálum hans en hér hefði þess ekki verið gætt. Með vísan til þessa varð niðurstaða Persónuverndar sú að brostið hefði heimild til vinnslu persónuupplýsinga. Einnig var mælt fyrir um að eyða skyldi gagnagrunninum. Þá hefur ábyrgðaraðila verið tilkynnt um að til skoðunar sé hvort leggja eigi á sekt.Var efnið hjálplegt? Nei