Fréttir

Kynningarherferð Persónuverndar 2018 - upptökur og annað efni

17.12.2018

Persónuvernd hélt í kynningarherferð um landið í október og nóvember 2018 þar sem áhugasömum var boðið að sækja kynningarfundi um nýju persónuverndarlöggjöfina. Lokafundurinn var haldinn í Reykjavík 26. nóvember sl. Upptökur og glærur frá þeim fundi má nú nálgast hér á vefsíðunni.

Persónuvernd lagði nýverið upp í hringferð um landið til að kynna nýja löggjöf um persónuvernd, sem tók gildi 15. júlí 2018. Kynningarfundir voru haldnir á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Selfossi, í Reykjanesbæ, Borgarnesi og Reykjavík. Með fréttinni fylgja nokkrar myndir frá lokafundinum í Reykjavík, en myndirnar tók Vigfús Birgisson ljósmyndari.

Upptökur frá lokafundinum og glærukynningar fyrirlesara má nálgast hér:

  • Af hverju Persónuvernd? Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar (Upptaka - Glærur)
  • Skyldur fyrirtækja og stofnana. Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis (UpptakaGlærur)
  • Ný persónuverndarlöggjöf - réttindi einstaklinga. Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs (Upptaka - Glærur)
 

 

 

 

 
 

 

 

 

 
 

 

 

 

 

Fáni EvrópusambandsinsKynningarherferðin er styrkt af Evrópusambandinu - The European Union's Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020).Var efnið hjálplegt? Nei