Fréttir

Ísland – fyrirmynd að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu?

28.8.2018

Fjallað er um grein forstjóra Persónuverndar, Helgu Þórisdóttur, um EES-samninginn í leiðara hins virta tímarits Privacy Laws & Business.

Grein eftir forstjóra Persónuverndar, Helgu Þórisdóttur, hefur verið birt á forsíðu júlí útgáfu hins virta tímarits Privacy Laws & Business, auk þess sem fjallað er um greinina í leiðara tímaritsins. Er þetta í fyrsta skipti sem birt er grein um annað land en Bretland í breskri útgáfu tímaritsins.

Í greininni fjallar Helga um EES-samninginn, útskýrir virkni hans, og greinir frá því hvernig samningurinn tryggir Íslandi sömu persónuverndarlöggjöf og gildir í ESB – auk þátttöku í hinu nýja Evrópska persónuverndarráði (European Data Protection Board).

Í leiðara tímaritsins er lagt til að Bretar fylgi fordæmi Íslendinga og gerist á ný aðilar að EFTA. Þannig geti Bretar haft eigin persónuverndarlöggjöf í samræmi við PVRG; innlendar undanþágur, sæti í hinu Evrópska persónuverndarráði, fulla þátttöku í stefnumótunar- og innleiðingarvinnu (e. policy and enforcement co-ordination) og þátttöku í samevrópskri málsmeðferð í persónuverndarmálum (e. One Stop Shop).

Ísland – fyrirmynd að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu

Forsvarsmenn Privacy Laws & Business sendu grein forstjóra Persónuverndar til Theresu May, forsætisráðherra, auk sex annarra ráðherra í bresku ríkisstjórninni sem hafa með málaflokkinn að gera (Data Protection Minister at the Department for Digital, Culture, Media and Sport (responsible for data protection law), Chancellor the Exchequer (Finance Minister), Minister for International Trade, Minister for Exiting the European Union, The opposition's “shadow” minister for Exiting the European Union, The Chair of the House of Commons Committee on Exiting the European Union.)Var efnið hjálplegt? Nei