Fréttir

Fundur EDPB í júní

6.7.2021

Vegna Covid-19 faraldursins hafa fundir Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) farið fram í gegnum fjarfundarbúnað frá því í apríl 2020.
50. fundur ráðsins var haldinn 21. júní 2021. Helstu atriði á dagskrá voru: 

  • Tilmæli um flutning persónuupplýsinga til þriðju landa. Í tilmælunum er lögð mikil áhersla á að þeir sem hyggist flytja persónuupplýsingar út fyrir Evrópska efnahagssvæðið þurfi að skoða vandlega starfshætti opinberra yfirvalda í viðtökuríkinu og hvort ríkið veiti raunverulega þá vernd sem krafist er.

  • Bréf til stofnana ESB um persónuverndarsjónarmið vegna mögulegrar upptöku á stafrænni Evru. Áhersla er lögð á að tryggja þurfi öryggi allt frá hönnunarstigi til að skapa traust notenda. Lagt er til að sú stofnun ESB sem fari með verkefnið framkvæmi hágæða mat á áhrifum á persónuvernd og lýsir ráðið sig reiðubúið að veita ráðgjöf í tengslum við það mat.

  • Tilnefndir voru þrír fulltrúar í Leiðbeiningarráð Evrópska ferðaheimildakerfisins (ETIAS) um grundvallarréttindi. Ráðið verður skipað fulltrúum frá Landamærastofnun Evrópu (FRONTEX), Evrópsku persónuverndarstofnuninni (EDPS), Evrópska Persónuverndarráðsins (EDPB) og Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (FRA).

Sameiginlegt álit EDPB og EDPS um drög að reglugerð yfir gervigreind.Var efnið hjálplegt? Nei